Skip to main content
Frá útskolun á vatni eftir mengun á Stöðvarfirði. Mynd: GG

Vatnið aftur orðið hreint á Stöðvarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2025 09:32Uppfært 10. okt 2025 09:32

Stöðfirðingum hefur verið tilkynnt að mengun, sem greindist í neysluvatni þar í síðustu viku, sé ekki lengur til staðar. Þar með þurfa þeir ekki lengur að sjóða neysluvatn.

Í gær var staðfest að engin mengun hefði fundist í sýnum sem tekin voru á þriðjudag. Þess vegna er ekki talin lengur þörf á suðu.

Stöðfirðingar hafa frá í sumar þrisvar sinnum þurft að sjóða vatn vegna mengunar. Hún greindist fyrst í lok júlí við reglubundið eftirlit, en mun hafa verið staðbundin. Það var eftir mikla þurrka.

Vatnsbólið mengaðist aftur um miðjan september eftir mikla rigningu. Í lok mánaðarins rigndi aftur og þá var íbúum fyrirfram gert viðvart um hættu á mengun. Hún var síðar staðfest í síðustu viku.

Eftir mengunina í sumar var settur aukinn kraftur í aðgerðir sem eiga að tryggja hreint vatn til frambúðar. Búið er að panta geislunartæki og eiga þau að vera komin í notkun síðar í þessum mánuði. Þar með er vonast til að vandræði með neysluvatn á Stöðvarfirði heyri sögunni til.