Töfrandi tónleikar tónlistarskólanna á Héraði: Myndir

Tónlistarskólarnir á Fljótsdalshéraði stóðu nýverið fyrir sameiginlegum tónleikum í Fellaskóla. Skólarnir eru þrír: í Brúarási, Fellabæ og á Egilsstöðum en síðastnefndi skólinn rekur deild á Hallormsstað. Margir efnilegir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum. Austurfrétt mætti á staðinn og fangaði nokkur vel valin augnablik.

Lesa meira

Rafn Heiðdal: Þetta orð krabbamein - þetta er svo alvarlegt orð

rafn_heiddal_web.jpg
Rafn Heiðdal þurfti að hætta knattspyrnuiðkun 23ja ára gamall þegar hann greindist með krabbamein. Meðferðin tók á hann andlega og líkamlega en hann segist í dag hafa lært að meta að hafa fengið annað tækifæri. Reynslan hefur breytt honum og hann segist leggja áherslu á að geta látið gott af sér leiða.

Lesa meira

Óttar og Rósa árita Útkall í Tónspili í dag

ottar_sveins_rosa_margret_utkall_web.jpg
Óttar Sveinsson, rithöfundur og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir árita bókina Útkall – sonur þinn er á lífi um snjóflóðin í Neskaupstað í Tónspili milli klukkan fjögur og sex í dag.

Lesa meira

Síðustu forvöð að kjósa Austfirðing ársins

austurfrett_profile_logo.jpg
Síðustu forvöð eru að kjósa Austfirðing ársins hér á Austurfrétt en lokað verður fyrir kosningu um hádegið á morgun. Tíu eru tilnefndir. Kosið er á forsíðu vefsins. Úrslitin verða kunngjörð eftir helgina. Þátttakan hefur verið mjög góð og mjótt er á munum í kjörinu.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins?

austurfrett_profile_logo.jpg

Hver er Austfirðingur ársins að þínu mati? Austurfrétt stendur í lok árs fyrir kjöri á þeim sem lesendum vefsins þykir hafa skarað fram úr í austfirsku samfélagi á árinu.

Lesa meira

Styrkur frá Evrópu unga fólksins nýttist í ungmennaskipti LungA

lunga_2012_euf.jpg
LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, fékk tæpar átta milljónir króna frá Evrópu unga fólksins (EUF) til að standa að ungmennaskiptiverkefni síðasta sumar. Í ár var alls úthlutað tæpum 230 milljónum króna frá EUF til æskulýðsmála á Íslandi.

Lesa meira

Fjölmenni á Barramarkaði

barramarkadur_0001_web.jpg
Mikil umferð var á jólamarkaði Barra sem haldin var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum á Fljótsdalshéraði í gær. Þar eru seld jólatré og ýmis framleiðsla úr heimahéraði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.