Óttar og Rósa árita Útkall í Tónspili í dag

ottar_sveins_rosa_margret_utkall_web.jpg
Óttar Sveinsson, rithöfundur og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir árita bókina Útkall – sonur þinn er á lífi um snjóflóðin í Neskaupstað í Tónspili milli klukkan fjögur og sex í dag.

Rósa María bjó í Mánahúsi sem seinna flóðið féll á. Hún var þá nítján ára gömul og komst af ásamt eins árs dóttur sinni. „Við hlökkum til að hitta og spjalla við Austfirðinga,“ sagði Óttar í samtali við Austurfrétt.

Snjóflóðin í Neskaupstað 1974 eru einn sögulegasti atburður síðustu aldar. Í nýju Útkallsbókinni segja íbúarnir frá því hvað raunverulega gerðist í magnþrunginni atburðarás um jólaleytið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.