Fjölmenni á Barramarkaði

barramarkadur_0001_web.jpg
Mikil umferð var á jólamarkaði Barra sem haldin var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum á Fljótsdalshéraði í gær. Þar eru seld jólatré og ýmis framleiðsla úr heimahéraði.

Talið er að um eitt þúsund manns víða úr fjórðungnum hafi sótt markaðinn í gær sem var sá stærsti frá upphafi. Fullt var á markaðinum frá því hann opnaði á hádegi og fram yfir auglýstan lokunartíma klukkan fjögur.

Skógarræktendur eru þar mest áberandi með jólatrjáasölu sína. Um sextíu sölubásar voru þar sem kenndi ýmissa grasa, matur, handverk, geisladiskar, borðspil, fatnaður og fleiri vara af Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.