Knapinn Hans Kjerúlf var sigursæll á ístöltskeppni Freyfaxa sem fram fór á Móavatni við Tjarnarland fyrir skemmstu. Hann vann þar allar höfuðgreinarnar þrjár, nokkuð sem enginn annar hefur leikið eftir í tíu ára sögu mótsins.
Höttur sigraði Breiðablik 85-83 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Leikurinn snérist í síðustu sókn Hattarmanna. Sigurinn færir Hött skrefi nær sæti í úrslitakeppninni.
Lið UÍA varð stigameistari í flokki 13 ára pilta á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi. Vel gekk hjá keppendum UÍA sem voru fjórtán talsins.
Kvennalið Þróttar Neskaupstað er komið í úrslit Íslandsmeistaramótsins í blaki eftir að hafa lagt Stjörnuna í undanúrslitum. Þjálfari liðsins segist hafa séð strax í haust að mikið byggi í liðinu en það sé nú að toppa á réttum tíma. Karlaliðið er hins vegar úr leik eftir tvö töp gegn HK.
Hestamennafélagið Blær á Norðfirði stendur fyrir kvennatölti á morgun. Kvennalið Þróttar í blaki heimsækir Stjörnuna. Á Eskfirði fer fram Hennýjarmót í sundi á sunnudag.
Rúmlega níutíu ára aldursmunur var á tveimur skíðafélögum sem skemmtu sér saman í Oddsskarði á laugardag. Mikið hefur verið um að vera á austfirskum skíðasvæðum að undanförnu.
Þróttur tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Karlaliðið hefur leik gegn HK í Kópavogi annað kvöld.
Tæplega tuttugu þátttakendur mættu á námskeið í bogfirði sem Skotfélag Austurlands stóð fyrir um síðustu helgi. Formaður félagsins segir hina nýju grein lið í að auka fjölbreytnina í starfinu.
Ístölt hestamannafélagsins Freyfaxa verður haldið á Móavatni í landi Tjarnarlands í Hjaltastaðaþinghá á morgun. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Reyni í Sandgerði í kvöld. Þá stendur Skotfélag Austurlands fyrir námskeiði í bogfimi um helgina.