Karfa: Við vorum lélegir í 30 mínútur: Myndir

karfa_hottur_ia_29012013_0060_web.jpg
Höttur vann ÍA 90-75 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á þriðjudagskvöld. Skagamennirnir, sem eru neðstir í deildinni, voru yfir stóran hluta leiksins en Höttur snéri leiknum sér í vil. Þjálfarinn vill að Hattarliðið spili betur í næstu leikjum.

Lesa meira

Blak: Frítt á stórleikina gegn HK

throttur_hk_blak_april12_0012_web.jpg
Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK í fyrstu deildum karla og kvenna í blaki á morgun. Í fyrstu deild karla í körfuknattleik heimsækir Höttur Þór á Akureyri.

Lesa meira

Styrktarsamningur milli Hattar og Flugfélags Íslands

hottur_ithrottamadur_0019_web.jpg
Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður deildanna.

Lesa meira

Karfa: Höttur tekur á móti ÍA í kvöld

hottur_thorak_karfa_09022012_0021_web.jpgHöttur tekur á móti Skagamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hattarmenn vonast eftir að komast á beinu brautina á ný eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum ársins.

Lesa meira

Snjór um víða veröld: Dagskrár í Stafdal og Oddsskarði

stafdalur3_agnarsv.jpg
Vegleg dagskrá er í boði á austfirsku skíðasvæðunum í Stafdal og Oddsskarði á sunnudag í tilefni alþjóðaverkefnisins „Snjór um víða veröld.“ Aðstandendur segja daginn kjörinn til að bjóða upp á útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri.
 

Lesa meira

Elvar Ægisson valinn íþróttamaður Hattar

hottur_ithrottamadur_0023_web.jpg
Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var valinn íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á sunnudagskvöld. Starfsmerki félagsins voru afhent í fyrsta sinn við sama tilefni.

Lesa meira

Sex milljónir austur úr ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar

hottur_kff_0002_web.jpg
UÍA og aðildarfélög fengu tæpum sex milljónum úthlutað úr ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2011. Íþróttafélögin Höttur á Egilsstöðum og Þróttur í Neskaupstað eru meðal þeirra einstöku félaga sem mest fengu úr sjóðnum.

Lesa meira

Blak: Mikilvægur sigur á Aftureldingu

throttur_umfa_blak_bikarurslit_18032012_0010_web.jpg
Þróttur Neskaupstað heldur efsta sætinu í fyrstu deild kvenna í blaki eftir mikilvægan 2-3 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir sigurinn mikilvægan fyrir átökin sem framundan eru. Karlaliðið lyfti sér upp í þriðja sætið með að leggja efsta lið deildarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.