Auðveldur sigur Hattar á Reyni: Myndir

Höttur vann Reyni Sandgerði örugglega 103-60 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld. Hattarmenn náðu snemma tuttugu stiga forskoti og létu það aldrei af hendi. Tækifærið var nýtt til að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri.
Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, segir það ekki rétt að hann séu búinn að skrifa undir samning við ÍBV, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Samningur hans við Hött er hins vegar laus í lok árs.
Nóg verður við að vera á íþróttasviðinu á Austurlandi um helgina. Höttur tekur á móti Reyni Sandgerði í fyrstu deild karla í körfuknattleik, knattspyrnuakademía verður í Fjarðabyggðarhöllinni og Huginn Fellum fagnar áttræðisafmæli sínu.
UÍA eignaðist nýverið fjóra Íslandsmeistara í glímu í flokkum 15 ára og yngri. Tvær sveitir frá sambandinu unnu í keppni í sveitaglímu og fjórir keppendur UÍA sigruðu í sínum flokkum í fyrstu umferðinni í Íslandsmóti fullorðinna.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.