Fjarðabyggð Íslandsmeistari í þriðja flokki í futsal

leiknir_fjardabyggd_3fl.jpg
Lið Fjarðabyggðar varð fyrir skemmstu Íslandsmeistari í þriðja flokki karla í futsal, sem er innanhússknattspyrna leikin með þyngri knetti og reglum sem eiga að gera leikinn hraðari og áhorfsvænni.

Úrslitakeppnin fór fram í Garði þar sem liðið lék gegn sameiginlegu liði heimamanna og Sandgerðina, Hvöt, Val og Snæfellsnesi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill sameiginlegs yngri flokka starfs undir merkjum Fjarðabyggðar

Einn leikmannanna er Kristófer Páll Viðarsson sem nýverið var valinn í íslenska U-17 ára landsliðið sem tók þátt í æfingamóti í Wales nýverið.

Mynd: Leiknir F./Jóhanna Hauksdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.