Allar fréttir

Skoska leiðin var mikilvægt innlegg í umræðuna

Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að fargjöld fyrir þá sem búa fjarri Reykjavík verði niðurgreidd um 50% frá árinu 2020. Formaður hópsins segir góðan stuðning við hugmyndir um að skilgreina innanlandsflug sem almenningssamgöngur á Alþingi.

Lesa meira

„Finnst ég alltaf nokkuð tengdur Norðfirðingum“

„Ég er löngu byrjaður ad telja niður dagana og undirbúningurinn er á fullu. Svo skilst mér að allt sé á kafi í snjó þannig að þetta verður kannski enn meira ævintýri fyrir mig sem hef ekki enn séð snjókorn í vetur,“ segir söngvarinn góðkunni Eiríkur Hauksson í samtali við Austurfrétt, en hann er einn þeirra listamanna sem kemur fram á tónleikunum „Jólin til þín“ sem haldnir verða víðsvegar á Austurlandi í desember.

Lesa meira

Þjóðsöngurinn sunginn saman - Myndir

Dagskrá fullveldishátíðarinnar á Egilsstöðum á laugardag lauk á því að gestir risu úr sætum sínum. 100 ára afmælis fullveldis Íslands var fagnað víða um fjórðunginn þrátt fyrir fannfergi.

Lesa meira

Flugfargjöld niðurgreidd um helming frá 2020

Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að flugfargjöld fyrir íbúa sem búa langt frá höfuðborgarsvæðinu verði niðurgreidd um allt að helming frá árinu 2020. Í fyrstu verður hámark á hversu margar ferðir eru niðurgreiddar.

Lesa meira

Leita eftir ferðaþjónustuhugmyndum af Austurlandi

Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn Startup Tourism rennur út á miðnætti. Markmið hans er að fjölga afþreyingatækifærum í ferðaþjónustu. Eitt austfirskt fyrirtæki hefur farið í gegnum hraðalinn allan þau fjögur ár sem hann hefur verið haldinn.

Lesa meira

„Það má spila frispígolf allt árið“

„Ég hef unnið að því að leita leiða til að fjármagna frispígolfvöll í bænum og nú hefur ætlunarverkið tekist,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en í nóvember voru sex körfur settar upp.

Lesa meira

Orð Bríetar höfðu áhrif á framgang verkefnisins

Undanfarna mánuði hefur Hús Handanna á Egilsstöðum unnið að þróun nýrrar vöru í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur vöruhönnuð og Eik á Miðhúsum og framleitt að hluta hjá Pes grafískri hönnun í Fellabæ.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar