Allar fréttir

„Sumir dagar voru erfiðari en aðrir“

„Líklega gáfu ljóðrænurnar mér einna helst aðra sýn á hversdagsleikann, á daglegt líf mitt. Sömuleiðis þótti mér vænt um þegar vinir mínir véku sér að mér, bæði á samskiptamiðlum og í búðinni, og þökkuðu eða hrósuðu ljóðrænu dagsins, það var hvetjandi á allan hátt,“ segir Björg Björnsdóttir á Egilsstöðum, sem hefur skrifað stuttan skapandi texta og birt á samfélagsmiðlum sínum hvern dag síðastliðið ár.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur kafskotinn af Skallagrími í fjórða leikhluta - Myndir

Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir ósigur gegn Skallagrími á laugardag. Höttur átti fínan leik fram í lok þriðja leikhluta þegar gestirnir úr Borgarnesi tóku að hitta úr þriggja stiga skotum. Kvennalið Þróttar Neskaupstað hóf titilvörn sína á Íslandsmótinu í blaki með tveimur sigrum á nafna sínum úr Reykjavík um helgina.

Lesa meira

Rjúpnaskytta ökklabrotnaði á veiðum

Karlmaður er ökklabrotinn eftir að hafa runnið niður fjallshlíð við rjúpnaveiðar á föstudag. Lögreglan hefur haft eftirlit með skyttum sem verið hafa með allt sitt á hreinu.

Lesa meira

„Mér var gefin þrautseigja í vöggugjöf“

„Það var í fyrsta skipti í haust sem mér hálf féllust hendur og ég áttaði mig á því að ég var farin að velta vöngum yfir því hvort við ættum að loka þessu,“ segir Una Sigurðardóttir, sem rekur Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði ásamt manni sínum, Vincent Wood og Rósu Valtingojer. Framtíð miðstöðvarinnar er nú í hættu fáist ekki fé til þess að ráðast í gagngerar endurbætur á húsnæðinu.

Lesa meira

Starfsfærnimat framar starfsgetumati

Rétt er að byrja á að taka skýrt fram að umræðan um starfsfærnimat og starfsgetumat kemur umræðunni um krónu á móti krónu skerðingunni alls ekkert við. Vel er hægt að keyra það í gegnum Alþingi án þess að blanda þessu tvennu saman, sem virðist vera tilhneiging ríkisstjórnarflokkanna. Hugsanlega til þess að nýta krónu á móti krónu umræðuna til þess að þrýsta starfsgetumati í gegn?

Lesa meira

„Það er alveg yndislegt að fá gesti“

Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð, félagsmiðstöð eldri borgara á Djúpavogi. Kaffið er öllum opið og segir atvinnu- og menningarmálafulltrúi sveitarfélagsins kjörið að enda vinnudaginn á notalegri samveru sem brúar kynslóðabilið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.