Rjúpnaskytta ökklabrotnaði á veiðum

Karlmaður er ökklabrotinn eftir að hafa runnið niður fjallshlíð við rjúpnaveiðar á föstudag. Lögreglan hefur haft eftirlit með skyttum sem verið hafa með allt sitt á hreinu.

Atvikið átti sér stað í Fljótsdal á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun maðurinn hafa runnið til í bratta í svokölluðum Hölknárbotnum með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði.

Björgunarsveitirnar Jökull og Hérað voru kallaðar út til aðstoðar ásamt sjúkraflutningafólki frá Egilsstöðum, fóru upp í fjall til að búa um manninn og komu honum niður á veg í sjúkrabíl sem fór með hann á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Lögreglan hefur síðustu daga sinnt eftirliti með rjúpnaskyttum og athugað hvort ekki sé allir með þau leyfi og réttindi sem krafist er. Ekkert athugavert hefur þar komið upp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.