Leita eftir ferðaþjónustuhugmyndum af Austurlandi

Umsóknarfrestur í viðskiptahraðalinn Startup Tourism rennur út á miðnætti. Markmið hans er að fjölga afþreyingatækifærum í ferðaþjónustu. Eitt austfirskt fyrirtæki hefur farið í gegnum hraðalinn allan þau fjögur ár sem hann hefur verið haldinn.

„Það má lýsa þessu sem tíu vikna átaksverkefni þar sem fólk vinnur í sinni viðskiptahugmynd. Við erum að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til rekstur hefst,“ segir Sunna Halla Einarsdóttir, verkefnastjóri.

Á námskeiðinu eru þátttakendur meðal annars tengdir við leiðbeinendur eins og fjárfesta og reynda frumkvöðla auk þess sem haldnar eru vinnusmiðjur og fyrirlestrar.

Að umsóknarfresti loknum er farið yfir hugmyndirnar sem berast og að lokum standa tíu eftir sem fara inn í hraðalinn.

Sunna segir að í fyrra hafi borist hugmyndir úr öllum landshlutum en til þessa er Havarí í Berufirði eina austfirska verkefnið sem farið hefur í gegnum hraðalinn allan.

Af öðrum verkefnum má nefna Kaffi kú, Arctic surfers og The cave people. „Við höfum jafnvel séð dæmi um að fólk hafi mætt til leiks með hugmyndina eina og verið tilbúið í rekstur að námskeiðinu loknu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.