Orkumálinn 2024

Þjóðsöngurinn sunginn saman - Myndir

Dagskrá fullveldishátíðarinnar á Egilsstöðum á laugardag lauk á því að gestir risu úr sætum sínum. 100 ára afmælis fullveldis Íslands var fagnað víða um fjórðunginn þrátt fyrir fannfergi.

Hátíðardagskrá var á sal Menntaskólans á Egilsstöðum á laugardag þar sem meðal annars komu fram Dúkkulísurnar, kammerkór Egilsstaðakirkju og rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson sem las hátíðarávarp.

Í sölum skólans voru sýningar sem að mestu byggðust á verkum nemenda í tilefni 100 ára afmælisins. Var þar bæði um að ræða sagnfræðivinnu en líka verk sem áttu að vekja gesti til umhugsunar um umhverfismál, en sjálfbærni hefur verið útgangspunktur Austurbrúar á þessum tímamótum.

Í ávarpi sínu á laugardag sagði Signý Ormarsdóttir, fulltrúi stofnunarinnar, að sú framtíðarhugsun hefði vakið athygli langt út fyrir fjórðunginn.

Í lok dagskrárinnar risu gestir úr sætum og sungu saman þjóðsönginn undir forustu kórsins.

Það sama var gert víða, til dæmis á Vopnafirði þar sem karlakór staðarins leiddi sönginn. Þar var dagskrá með sýningum á verkum nemenda úr grunnskólanum.

Nemendur á Djúpavogi sýndu einnig sín verk í Löngubúð en þeir höfðu í myndlistartímum unnið að nýjum útgáfum af íslenska skjaldarmerkinu.

Fjöldi manns lagði einnig leið sína á Eskifjörð þar sem Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt sína fyrstu tónleika.

Fullveldishatid 0015 Web
Fullveldishatid 0017 Web
Fullveldishatid 0029 Web
Fullveldishatid 0030 Web
Fullveldishatid 0038 Web
Fullveldishatid 0040 Web
Fullveldishatid 0047 Web
Fullveldishatid 0076 Web
Fullveldishatid 0084 Web
Fullveldishatid 0088 Web
Fullveldishatid 0091 Web
Fullveldishatid 0092 Web
Fullveldishatid 0093 Web
Fullveldishatid 0095 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.