Líf og fjör á dansnámskeiði

Dansinn dunar á Austurlandi þessa dagana, en Dansstúdíó Emelíu stendur fyrir námskeiði fyrir börn sem haldin eru á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Lesa meira

Að sjá hið ósýnilega

„Æskuvinkona mín, Sunna Sigfúsdóttir, er ein þeirra kvenna sem segja sögu sína í myndinni. Hún er hæfileikarík og fluggáfuð en þegar ég var búin að fylgjast með hrakförum hennar á vinnumarkaði og einkalífinu, sem og lesa bókina hennar „CV of a Martian“ fór ég að spá í að kannski væri hún á einhverfurófi og sagði það við hana. Sunna segir svo frá rest í myndinni,” segir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, félagsmálastjóri í Fjarðabyggð um heimildamyndina Að sjá hið ósýnilega sem sýnd verður á Eskifirði annað kvöld.

Lesa meira

Natalia Ýr mun kenna börnum í Ghana stærðfræði í sumar

„Er í lagi að þú hringir eftir svona tíu mínútur, er að bíða eftir að ein kind beri hjá mér,” sagði Natalia Ýr Jóhannsdóttir við blaðamann í morgun, varðandi umsamið símtal vegna ferðar hennar til Ghana sem hefst á föstudaginn.

Lesa meira

Vorveður á TTT móti við Eiðavatn

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi hélt árlegt TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn á dögunum. Mótið fór vel fram að venju að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur, héraðsprests á Austurlandi.

Lesa meira

„Við tókum ítölskuna alla leið”

„Við ákváðum að breyta algerlega um konsept, færa okkur yfir á ítalska vísu, en þó eru nokkrir réttir með íslensku tvisti,” Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, um veitingastaðinn Glóð í Valaskjálf, sem nýlega var opnaður aftur eftir breytingar. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Glóð fyrir stuttu. 

Lesa meira

Heillaðist af tækninni í sjávarútvegi

Fanney Björk Friðriksdóttir er 26 ára Vopnfirðingur og starfar sem gæðastjóri HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og segir að sjávarútvegurinn sé að þróast frá því að vera jafn mikill karlageiri og hann hefur verið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar