Lifir sósíalisminn í gegnum SÚN?

Sú var tíð að í sundlauginni í Neskaupstað voru tvær klukkur uppi á vegg. Önnur sýndi staðartímann, hin tímann í Moskvu. Fleiri merki um sterk tengsl Norðfjarðar og Sovétríkjanna voru sýnileg í bænum sem hlaut viðurnefnið Litla Moskva því sósíalistar voru þar ráðandi í bæjarstjórn. Táknmyndirnar hafa síðan horfið ein af annarri en leifar af fyrri tíma finnast þar enn.

Lesa meira

Soroptimistar segja nei við ofbeldi

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu næstkomandi mánudag. Gangan er liður í að vekja athygli á baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.

Lesa meira

Teygjanlegt álag í Skaftfelli

Amanda Riffo er frönsk listakona, sjónlistamaður, sem flutti til Íslands árið 2012 en dvaldi þar áður í gestavinnustofu Skaftfells árið 2008. Í Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á verkum hennar undir heitinu Teygjanlegt álag. Sýningin var opnuð 9. nóvember og stendur til 5. janúar á næsta ári.

Lesa meira

Færri ferðamenn – meiri fegurð

Ferðamönnum er ráðlagt að hraða sér í gegnum höfuðborgina og drífa sig beint upp í næstu flugvél austur á land í grein sem birtist nýlega í bandaríska lífsstílstímaritinu Cosmopolitan. Blaðamaður ritsins heimsótti fjórðunginn í haust og fer um hann lofsamlegum orðum.

Lesa meira

Spennandi spurningakeppni Neista

Hin árlega spurningakeppni Ungmennafélagsins Neista á Djúpavogi hefur farið fram undanfarnar tvær vikur. Nú eru fjögur lið komin í úrslit eftir þrjár undankeppnir. Keppnin er liður í fjáröflun til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi. Frá þessu er greint á heimasíðu Djúpavogshrepps.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Ég er þrjóskur og gefst aldrei upp!

Stefán Númi Stefánsson er 24 ára héraðsbúi sem hefur spilað amerískan fótbolta í Danmörku undan farin ár er nú á leiðinni í spænsk deildina. Hann stefnir á að komast alla leið í þessari íþrótt. 

Lesa meira

W.O.M.E.N. - Söguhringur kvenna í Safnahúsinu

Fréttatilkynning:
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - W.O.M.E.N. - verða með opinn fund um fjölmenningartengd verkefni í Safnahúsinu á Egilsstöðum á morgun, 19. nóvember. Fundirnir eru tveir, klukkan 15.00 og 17.00. Þátttakendur er beðnir um að skrá sig og velja hvorn fundinn þeir ætla á.

Lesa meira

Gáfu Egilsstaðakirkju handunna stólu

Vinkonurnar Guðlaug Ólafsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir tóku sig til og gáfu Egilsstaðakirkju stólu. Hún er svört og gyllt að lit og er handunnin af þeim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar