Benedikt Karl ráðinn blaðamaður

Benedikt Karl Gröndal hefur verið ráðinn nýr blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands sem heldur úti vikublaðinu Austurglugganum og vefmiðlinum Austurfrétt.

Lesa meira

Piparsveinablokkin á Eskifirði fær andlitslyftingu

Stefnt er að því að umfangsmiklum viðhaldsframkvæmdum á fjölbýlishúsinu að Bleiksárhlíð 32 á Eskifirði ljúki að mestu í mánuðinum. Blokkin er af heimamönnum þekkt sem „Piparsveinablokkin.“

Lesa meira

Maximús Músíkus leiðir börnin inn í töfraheim tónlistarinnar

Hin tónelska mús Maxímús Músíkús heimsækir Austurland um helgina og kemur fram á tónleikum á barnamenningarhátíðinni Bras með sameinaðri Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Skapari Maximúsar segir músina leiða börn auðveldlega inn í töfraheim tónlistarinnar án áreynslu og með gleði.

Lesa meira

Helgin: Flestir hafa gaman af að sjá ungmenni blómstra

Rokktónlist tíunda áratugarins verður gerð skil á tónleikum til styrktar geðheilbrigðissviði Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) í Valaskjálf, Egilsstöðum annað kvöld. Fram kemur ungt austfirskt tónlistarfólk ásamt tveimur landsþekktum söngvurum.

Lesa meira

Leiknir - Vestri: Úrslitaleikur í annari deild

Það verður sannkallaður toppslagur í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn þegar Vestri sækir Leikni Fáskrúðsfirði heim. Liðin skipa tvö efstu sætin í 2. deild nú þegar tvær umferðar eru eftir og má því nánast kalla leikinn úrslitaleik í deildinni.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Ætlar að hlaupa 500 km fyrir jól

Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, oft kölluð Dandý, er í yfirheyrslu vikunnar. Hún stendur  í félagi við Jakob bróður sinn fyrir áskorun þessa dagana sem felst í því að hlaupa eða ganga jafn langt á hverjum degi í 100 daga. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar