Góður árangur austfirskra liða í Lego-keppninni - Myndir

Brúarásskóli fékk verðlaun fyrir liðsheild, Seyðisfjarðarskóli fyrir besta nýsköpunarverkefnið og Vopnafjarðarskóli varð í öðru sæti í heildarkeppni First Lego League sem haldin var í Háskólabíói um síðustu helgi.

Lesa meira

Tunglbogi gladdi Austfirðinga

Tunglbogi, regnbogi sem myndast í tunglskini, sást víða á Austurlandi síðasta föstudagskvöld.

Lesa meira

Nanna hlakkar til að spila í Egilsbúð í fyrsta sinn

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, oft þekkt sem Nanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men, heldur tónleika í Neskaupstað á laugardagskvöld. Nanna er síðan á leiðinni í Evrópuferð til að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu. Hún segist spennt fyrir að koma fram í Egilsbúð þar sem hún hefur ekki spilað áður.

Lesa meira

Hollvættur á heiði frumsýnt á morgun

Nýtt íslenskt leikverk, Hollvættur á heiði, verður frumsýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Verkið er samið inn í austfirskt umhverfi. Það er framleitt af Sláturhúsinu og er um atvinnusýningu sem er óvenjulegt fyrir austfirskar leiksýningar. Sláturhússtjórinn segir mikilvægt að tengja saman áhugafólk og atvinnufólk í leikhúsinu.

Lesa meira

Rithöfundur ferðast hringinn til að lesa upp úr nýrri bók

Algengt er að tónlistarmenn leggi upp í tónleikaferðir hringinn í kringum landið. Þann sið hefur Eiríkur Örn Norðdahl tekið upp til að kynna nýjustu bók sína, Náttúrulögmálin. Hann fer stað úr stað á Austurlandi frá og með morgundeginum.

Lesa meira

Konan sem kom með menninguna í sveitina

Oddný á Gerði verður í öndvegi haustþings Þórbergsseturs að Hala í Suðursveit sem haldið verður á laugardag. Þórbergur Þórðarson hampaði henni sem konunni sem hefði komið með menninguna í Suðursveit. Út af henni er kominn stór frændgarður sem dreifist víða um Austfirði.

Lesa meira

Töfratré og draugadiskó! Dagar myrkurs að hefjast

Þær ekki margar menningarhátíðirnar sem ná til alls Austurlands og reyndar aðeins ein slík haldin árlega. Sú, Dagar myrkurs, hefst formlega á morgun þriðjudag og stendur í tæpa viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.