Alcoa styrkir hreinsun stranda í Fjarðabyggð

Samfélagssjóður Alcoa hefur veitt tæplega fjögurra milljóna styrk til hreinsunar á strandlengju Fjarðabyggðar. Sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli hafa að auki tekið þátt í verkefninu.

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingum þykir vænt um Franska daga

Dagskrá bæjarhátíðar Fáskrúðsfirðinga, Franskra daga, hófst í gærkvöldi þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segist hlakka til að sjá afrakstur undirbúningsvinnunnar.

Lesa meira

Töfrar af öllu litrófinu á uppskeruhátíð LungA

Afrakstur listasmiðja sem verið hafa í gangi á LungA hátíðinni á Seyðisfirði verður sýndur klukkan fimm í dag. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja hana hafa gengið vel þótt þeir hefðu kosið betra veður í vikunni.

Lesa meira

Geirfuglar, Íslandsmótið í limbó og fullar frænkur

Hljómsveitin Geirfuglarnir slær upp hlöðuballi í Havarí að Karlsstöðum í Berufirði á föstudagskvöld, hinu fyrsta sem sveitin heldur á Austurlandi. Í för með sveitinni verða fleiri atrið bæði til upphitunar og niðurkælingar.

Lesa meira

Efniviður í listaverkin af ruslahaugunum

Endurnýting efniviðar í listsköpun var áberandi á uppskeruhátíð listahátíðarinnar LungA á föstudag. Leiðbeinendur í listasmiðjum vikunnar beindu þátttakendum markvisst inn á þær brautir.

Lesa meira

Vildu láta gott af sér leiða með tombólu

Þrjár ungar stelpur á Vopnafirði söfnuðu nýverið rúmlega 8000 krónum til styrktar Rauða krossinum. Þær fóru af stað með þá hugmynd að láta gott af sér leiða.

Lesa meira

Une Misére, Vintage Caravan og Vicky stóðu upp úr á Eistnaflugi

Hljómsveitirnar Une Misére, Vintage Caravan og Vicky áttu bestu tónleikana á nýafstöðnu Eistnaflugi að mati dómnefndar Austurgluggans. Margir fögnuðu áherslu á íslenskar hljómsveitir en settu um leið spurningamerki við hversu vel Egilsbúð væri í stakk búin fyrir hátíðina.

Lesa meira

Gleði og gaman á LungA - Myndir

Listahátíðinni LungA á Seyðisfirði lauk um helgina með stórtónleikum og uppskeruhátíð. Austurfrétt var meðal þeirra sem mættu á svæðið og fangaði stemminguna.

Lesa meira

Klámmyndband tekið upp í heimavistarhúsi VA

Klámmynd, tekin upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, fór í dreifingu á vinsælli klámvefsíðu í stuttan tíma í lok júní. Norðfirðingar bíða spenntir eftir næsta þorrablóti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar