„Mikilvægt að fötin hafi karakter“

Lilja Sigurðardóttir selur barnaföt sem hafa vakið athygli fyrir að vera litrík og afar fjölbreytt. Hún fékk hugmyndina fyrir fimm árum.  Hún hefur einnig verið með skraut úr tré og keramik en aðaláherslan er þó barnafötin. 

Lesa meira

Góður reykingamaður er gulls ígildi

Reykingafólk til sveita skarar nú sem óðast eld, hvert að sinni köku, eða taðhrúgu og birkisprekum öllu heldur. Enda sláturtíð nýlokið og kominn sá tími að bjúgu og læri eru hengd á bita og bíða þar örlaga sinna; að vera reykt yfir báli.

Lesa meira

Eiðar - karl, kona eða rif

Eiðar í Eiðaþinghá eru tvímælalaust eitt af merkari höfuðbólum landsins og nær saga staðarins aftur til ársins 1000 eins og lesa má HÉR. Auður og völd hafa fylgt staðnum nær alla tíð og á miðöldum Íslandssögu varð Eiðastóll frægur fyrir mikla auðsöfnun. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197.

Lesa meira

Jólin byrja í Dalahöllinni

Jólamarkaður Dalahallarinnar (reiðhöllin í Norðfirði) verður haldinn í 10. sinn laugardaginn 16. nóvember, frá kl. 12.00 - 17.00. Það er æskulýðsnefnd hestamannafélagsins  Blæs og stjórn Dalahallarinnar í Norðfirði sem standa fyrir markaðnum.

Lesa meira

Hestamenn byggja

Nýtt hesthús er nú risið í hesthúsahverfinu í Fossgerði, en þar hefur ekki verið byggt hesthús síðan 2012. Þá byggði Halldór Bergsson þar 10 hesta hús. Fyrir voru þá í Fossgerði þrjú stór félagshús, sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svokölluðum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð.

Lesa meira

Ingunn Snædal í fótboltann

Ingunn Snædal, okkar maður í bókmenntaheiminum, lék aðalhlutverk á fjölmennu útgáfuhófi bókarinnar Klopp - Allt í botn!, sem kom út fyrir skemmstu. Ingunn þýddi bókina á íslensku og las upp úr henni á útgáfuhófinu.

Lesa meira

Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.

Lesa meira

Tökulið Clooney sótt

Boeing 757 þota lenti á Egilstaðaflugvelli í morgun eins og glöggir Héraðsbúar tóku eftir. Þetta er sama vél og kom til landsins með tökulið nýjustu kvikmyndar George Clooney.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar