Líf með litum - Sumarsýning Tryggvasafns

Ný sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á morgun laugardag og ber hún heitið Líf með litum. Á sýningunni eru 42 verk og er henni ætlað að gefa gott yfirlit um allan listamannsferil Tryggva Ólafssonar. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1954, þegar listamaðurinn var 14 ára að aldri, en nýjustu myndirnar eru frá árinu 2017.

Lesa meira

„Mikill sköpunarkraftur í ungum stelpum á Austurlandi“

Samtökin Stelpur Rokka! standa fyrir rokkbúðum fyrir stelpur og konur á Austurlandi í sumar. Guðrún Veturliðadóttir framkvæmdarstýra Stelpur Rokka! á Austurlandi segir mikinn sköpunarkraft búa í austfirskum stelpum.

Lesa meira

Helgin: „Tónlistarsagan í ME er mögnuð“

Haldið verður uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld með pompi og prakt. Elín Rán Björnsdóttir er formaður afmælisnefndar en hún segir að gera eigi menningarsögunni í skólanum hærra undir höfði í kvöld en gert hefur verið í tengslum við fyrri afmæli.

Lesa meira

Helgin: Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!

Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? er yfirskrift málþings sem fram fer í Minjasafni Austurlands á laugardaginn. Þar verður fjallað um þjóðlegt handverk og hefðir í víðum skilningi og gestum gefst einnig kostur á að fá ráðgjöf varðandi þjóðbúninga frá sérfræðingum. Þá verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða á Austurlandi um helgina. 

Lesa meira

Húsgögn sem nýtast einnig sem leikföng

Kvenfélag Reyðarfjarðar styrkti nýverið Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði til kaupa á húsgögnum sem einnig nýtast sem leikföng og eiga að nýtast til að örva leik- og hreyfiþroska barnanna.

Lesa meira

Djúpivogur verði glaðasti bærinn

Á Djúpavogi var á dögunum haldið námskeið fyrir íbúa í þeim tilgangi að hjálpa þeim að líða betur og vera glaðari. Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi segir mikilvægt að velja að dvelja í gleðinni.

Lesa meira

Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”

„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.

Lesa meira

Leysa af hólmi úr sér gengnar vöggur

Kvenfélagskonur úr Nönnu í Neskaupstað færðu nýverið fæðingadeild Sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár nýburavöggur að gjöf. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir kærkomið að fá nýju vöggurnar sem komi vagga sem hafi tekið á móti fjölda Austfirðinga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar