Pólska listamenn skortir tækifæri til að sýna verk sín þrátt fyrir að búa á Íslandi

Pólska listahátíðin Vor eða Wiosna var formlega sett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um síðustu helgi en hún stendur út föstudag. Wiola Ujazdowska, sýningarstjóri segir marga pólska listamenn hafa flust til Íslands, meðal annars því tjáningarfrelsi í fæðingarlandinu sé sífellt að þrengjast, en þeir hafi takmörkuð tækifæri til að sýna verk sín hérlendis.

Lesa meira

Feðgar að austan ákváðu í bríeríi að hlaupa maraþon

Feðgarnir Stefán Þór Helgason og Helgi Halldórsson, fyrrum skólastjóri og bæjarstjóri á Egilsstöðum, hlupu á þriðjudag samanlagt heilt maraþon til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.

Lesa meira

Stuttmyndakvöld í Sláturhúsinu

Átta stuttmyndir eftir sex austfirska kvikmyndargerðamenn verða sýndar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Skipuleggjandi segir tækifæri vera til að koma á framfæri myndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk af svæðinu.

Lesa meira

Fyrstu bíósýningar í Herðubreið með tveggja metra reglunni

Í gærkvöldi voru aftur hafnar bíósýningar í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir nokkuð hlé. Búið er að breyta fyrirkomulaginu í kvikmyndasalnum þannig að tekið er fullt tillit til 2ja metra reglunnar. Myndirnar sem í boði verða eru Síðasta veiðiferðin, Tröll tónleikaferðin og Amma Hófí.

Lesa meira

Stokkið í sjóinn til að kæla sig

Austfirðingar hafa beitt ýmsum ráðum til að reyna að kæla sig í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir fjórðunginn undanfarna viku þar sem hitinn hefur ítrekað farið yfir tuttugu stig. Áfram verður hlýtt í dag en síðan kólnar.

Lesa meira

Minna á að Egilsstaðir eru hreindýrabærinn

Útilistaverk af hreindýrstarfi, sem komið hefur verið fyrir á klettunum beint ofan við tjaldsvæðið á Egilsstöðum, var fyrir viku formlega afhent sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Aðstandendur verksins vonast til að það verði gestum og íbúum til yndisauka og auki athygli á bænum.

Lesa meira

„Erum eiginlega orðlaus“

Systkinin Eva Björk, Erna Rósa og Hannes Ívar Eyþórsbörn fara fyrir hópi hlaupara sem hlaupa til styrktar föður þeirra, Eyþóri Hannessyni, í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Eyþór, sem hefur vakið athygli fyrir að tína rusl samhliða því að fara út að hreyfa sig víða á Austurlandi, hefur barist við illvígt krabbamein síðustu tvö ár.

Lesa meira

Lundanum lýkur á morgun

„Þetta hefur gengið mjög vel og vakið athygli. Jafnframt höfum við notið mikils og góðs stuðnings hér í þorpinu,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir annar af höfundum fyrstu lundabúðar landsins þar sem varningurinn er framleiddur innan um sjálfa fyrirmyndina. 

Lesa meira

Vilja endurheimta virðingu lundans

Fyrsta lundabúð landsins, þar sem varningurinn er framleiddur innan um fyrirmyndina, verður opnuð á Borgarfirði eystra í dag. Verslunareigendurnir segjast vilja endurheimta virðingu lundans sem fengið hafi neikvætt umtal síðustu ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.