Helgin á Austurlandi – Máni syngur Bubba á Tehúsinu

Með hækkandi sól og meiri slaka í regluverki sóttvarna fer aftur að færast líf í viðburðahald á Austurlandi líkt og annarsstaðar. Nú í kvöld ætlar Hafþór Máni Valsson, ásamt Friðriki Jónssyni gítarleikara, að spila og syngja nokkur af ástsælustu lögum Bubba Morthens á Tehúsinu á Egilsstöðum. Einnig er boðið upp á karókí, kvikmyndasýningu og skipulagða fuglaskoðun.

Lesa meira

Nýir Borgfirðingar fá sængurgjöf

Fyrirtækið Íslenskur dúnn og æðabændurnir Jóhanna Óladóttir og Ólafur Aðalsteinsson hafa tekið höndum saman um að færa væntanlegum foreldrum á Borgarfirði eystra sannkallaða sængurgjöf.

Lesa meira

„Við eldumst þegar við hættum að hreyfa okkur“

Mörgum þáttum samfélagsins hefur verið kippt úr skorðum vegna samkomubannsins. Fjöldasamkomur eins og íþróttaæfingar eða hóptímar í hverskonar hreyfingu eru ekki lengur í boði. Það þýðir að margir hætta þeirri hreyfingu sem þau voru vön að stunda. Mikilvægt er að glata ekki virkninni um þessar mundir og þetta á sérstaklega við um eldra fólk.

Lesa meira

Hæna í óskilum á Vopnafirði

Vopnfirðingar hafa undanfarna daga velt vöngum yfir hver sé eigandi hænu sem fannst í bænum á þriðjudag. Ekki er ljóst hvernig hænan endaði í þorpinu en ekki er óþekkt að þær húkki sér far með bifreiðum.

Lesa meira

Kennir zúmbatíma í gegnum fjarfundabúnað

Zúmbakennarin Flosi Jón Ófeigsson frá Eyvindará á Fljótsdalshéraði er meðal þeirra sem bjóða upp á líkamsrækt í gegnum fjarfundabúnað á meðan samkomubanni stendur. Hann segir ánægjulegt að geta sameinað iðkendur frá Austurlandi, Reykjavík og útlöndum í einu undir Eurovision-tónum.

Lesa meira

Var að flýta sér á Hólmahálsinum

Par frá Egilsstöðum eignaðist sitt fjórða barn á aðeins öðrum stað en það bjóst við í síðustu viku. Nánar tiltekið á bílastæðinu á Hólmahálsi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Litlu stúlkunni lá það mikið á að foreldrunum gafst ekki tími til að komast á sjúkrahúsið í Neskaupstað.

Lesa meira

Til prýði fyrir Víði

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hvetur íbúa til að taka til í sínu nærumhverfi um helgina undir slagorðinu „Til prýði fyrir Víði.“ Umhverfisstjóri segir þá sem þegar hafi farið út að tína rusl eftir veturinn hafa þau skilaboð að færa að ekki veiti af því að taka til hendinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.