Upprisu orgelsins fagnað í kvöld 

Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju og er það því orðið eins og nýtt. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Af því tilefni verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.

Lesa meira

Viðrar vel til öskudags í dag

Ekkert varð úr öskudeginum í Neskaupstað í vegna veðurs. Sást vart milli hús í neðri hluta bæjarins, vegna hríðar, þar sem börnin hefðu gengið um milli fyrirtækja og sungið fyrir sælgæti. Skólayfirvöld brugðu á það ráð að fresta deginum um einn dag.

Lesa meira

Nýta nútímatækni til að skrásetja hreindýr

Náttúrustofa Austurlands (NA) opnaði nú á dögunum hreindýravefsjá sem ætlað er að halda utan um skráningu á hagagöngu hreindýra. Þetta auðveldar fólki til muna að veita upplýsingar um hvar hreindýrin halda sig og hvenær.

Lesa meira

„Góð byrjun og við viljum sjá fleiri á næsta ári“

Um síðustu helgi fór fram í fyrsta skipti Tónlistarhátíðin Köld í Neskaupstað. Fram komu ólíkir listamenn og má því segja að flestir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin var vel sótt og eru aðstandendur hennar ánægðir með þessa fyrstu tilraun.

Lesa meira

„Hugmyndafræðin í stíl við gönguvikuna okkar vinsælu“

Austurland Freeride Festival er nýtt ný fjallaskíða - og brettahátið sem hefst á morgun, fimmtudagin 27. febrúar og steldur til sunnudagsins 1. mars. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði en aðalviðburðurinn, Skörðin tvö, eru aðeins fyrir vant fjallaskíðafólk.

Lesa meira

Tími til að læra ítölsku? Si, ovviamente!

Ítalía er reglulega í huga fólks, hvort sem það er að elda ítalskan mat eða afboða skíðaferðina sem fjölskyldan átti bókaða í vor. Hvað sem því líður auglýsir Verkmenntaskóli Austurlands ítölskunámskeið sem opin eru öllum og byrja á morgun, þriðjudaginn 3. mars. 

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Uppskriftir veita mér innblástur.

Borgfirðingurinn Guðfnna Jakobsdóttir Hjarðar er matgæðingur vikunnar. Hún er búsett á Akureyri og starfar á leikskólanum Kiðagili. Henni finnst besta að nota uppskriftabækur sem innblástur fyrir eigin matargerð og fer sjaldnast nákvæmlega eftir þeim.

Lesa meira

„Ég er mikið fyrir svona fimmtán sekúndna frægð“

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakallivakti vakti athygli síðustu jól þegar hann sjálfur söng Ó helga nótt. Hann lét ekki þar við sitja og kom öllum á óvart og söng í lokaatriði Kommablótsins í Neskaupstað við mikinn fögnuð viðstaddra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.