Heimspekikaffi um vínlausan lífsstíl

Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn, Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framhaldsskólakennari, standa fyrir samtali um vínlausan lífsstíl á Tehúsinu annað kvöld.

Tilefni umræðnanna er útgáfa bókar Gunnars Hersveins „Vending – vínlaus lífsstíll.“ Hún er skrifuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti þau sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið.

„Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því sem gefur og forðast um leið það sem kvelur,“ segir í tilkynningu þeirra. Þau munu á morgun ræða um vínlausan lífsstíl, hvernig það að drekka áfengi aðeins of oft eða aðeins of mikið orðið hindrun og truflað alls konar markmið og fyrirætlanir í lífi og starfi. Þau munu ræða um gjafir lífsins án áfengis, níu gæfuspor, sjö reglur góðvildar og kosti þess að tileinka sér vínlausan lífsstíl.

Heimspekikaffið fer þannig fram að þau eiga samtal um áhrif áfengis á hug, heila, hamingju og heilsu og um fjölmarga kosti þess að lifa vínlausum lífsstíl. Þau munu svo opna fyrir samtal við gesti.

Gunnar Hersveinn er heimspekingur sem skrifaði meðal annars bókina „Gæfuspor – gildin í lífinu“ og stóð um árabil fyrir fjölsóttu heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hann bjó um tíma á Egilsstöðum.

Rannveig er stofnandi Sagnabrunns, fornleifafræðingur, doktorsnemi við HÍ og nústarfandi kennari við ME og verkefnastjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi.

Sigga Lára er bókmenntafræðingur, leikskáld, þýðandi og kennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum skrifaði bókina Of mörg orð.

Heimspekikaffið er öllum opnið og án aðgangseyris. Það hefst sem fyrr segir í Tehúsinu á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.