„Með góðri samvinnu er hægt að gera mikið fyrir lítið“

Heita má að fullsetið hafi verið í félagsheimilinu Hjaltalundi í Hjaltastaðaþinghá á sunnudaginn var þegar Hollvinafélag Hjaltalunds og Kvenfélagið Björk fögnuðu því að komið er nýtt þak á húsið, stiginn verið endurbættur og eldhúsið nú orðið formlega viðurkennt lögum samkvæmt.

Lesa meira

Allt klárt fyrir Útsæðið á Eskifirði

Dóri DNA, hoppukastalar, húllumhæ og ýmsar klippur frá Kvikmyndasafni Íslands frá Eskifirði fyrr og nú er meðal þess sem boðið verður upp á á bæjarhátíðinni Útsæðinu sem fram fer á Eskifirði um helgina.

Lesa meira

Helgin: Fjallahjólaferð, grínisti og draumaheimar

Grínistinn Stefán Ingvar Vigfússon heimsækir Austurland um helgina með glænýja uppistandssýningu sem hann kallar Sjónskekkju. Ferðafélögin á svæðinu verða á ferðinni, bæði gangandi og á hjólum.

Lesa meira

Frábær aðsókn á Beint frá býli hátíðina um helgina

Á landsvísu má gera ráð fyrir að allt að tvö þúsund manns hafi lagt leið sína á þau sex lögbýli sem héldu upp á Beint frá býli daginn um helgina. Þar af milli 300 og 400 manns sem heimsóttu Lynghól í Skriðdal.

Lesa meira

Slökunarpúðinn Friður og ró frá Stöðvarfirði

Solveig Friðriksdóttir á Stöðvarfirði fékk fyrr á þessu ári styrk úr verkefninu Brothættar byggðir til að framleiða augnhvílur, eða slökunarpúðann Frið og ró, eins og hún kallar gripinn.

Lesa meira

Austfirskir smáframleiðendur bjóða til veislu á sunnudaginn kemur

Standi vilji til að kynna sér vörur og þjónustu smáframleiðenda á Austurlandi gefst vart betri tími til þess en á sunnudaginn kemur þegar fimmtán ára afmæli Beint frá býli verður fagnað sérstaklega í Skriðdal. Innan þess félagsskapar eru eingöngu smáframleiðendur sem búa á lögbýlum í landinu.

Lesa meira

Nýtt kaffihús opnað á Hallormsstað

Kaffihúsið Inn í skógi opnaði á Hallormsstað í lok júní í húsnæðinu sem árum saman hýsti sjoppuna Laufið. Þar er meðal annars í boði heimabakaðar kökur og sérréttir á sunnudögum. Hópurinn að baki kaffihúsinu segir tækifæri hafa komið upp í hendurnar á þeim sem þau hafi stokkið á.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.