Gáfu HSA 1,2 milljónir króna

Samband stjórnendafélagi færði nýverið Heilbrigðisstofnun Austurlands 1,2 milljónir að gjöf í tengslum við þing félagsins sem haldið var á Hallormsstað. Féð hefur verið nýtt til kaupa á ómskoðunartæki sem staðsett verður á Reyðarfirði.

Lesa meira

Fáir í salnum sem aldrei höfðu farið í andaglas

Forláta borð til að spila andaglas á var meðal þeirra gripa sem sýndir voru á Eiðum um helgina í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að Alþýðuskólinn var settur í fyrsta sinn. Ýmsar sögur eru til frá fyrrum nemendum skólans af skilaboðum anda sem komu sér fyrir í glösunum.

Lesa meira

Söguspor á Vopnafirði

Glöggir gestir á Vopnafirði kunna að hafa tekið eftir litríkum fótsporum sem feta sig eftir gangstéttum þorpsins. Fótsporin eru hluti af verkefninu „Vappað um Vopnafjörð“ sem ætlað er að vekja athygli á bæði sögu staðarins og lífinu þar.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Kennari á daginn, pönkari á kvöldin

Ágúst Ingi Ágústsson er kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, körfuboltaþjálfari og trommuleikari hljómsveitarinnar DDT Skordýraeitur. Hljómsveitin hélt nýverið pönkrokkhátíðina Oriento im cuulus eða Austur í Rassgati. 

Lesa meira

Sótti sjó í fjörðinn, fór á Youtube og sló inn: How to make salt

Birkir Helgason lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og var ráðlagt af lækni að leita sér að öðrum starfsvettvangi. Hann starfaði áður sem kokkur en leitaði ekki langt yfir skammt heldur út í fjörð. Þar nældi hann sér í sjó. Hann framleiðir nú salt með þremur bragðtegundum og var að bæta við kryddsmjöri í vöruúrval sitt.

Lesa meira

„Mömmu leist ekkert á karlamenninguna“

Vinnubúðirnar við Reyðarfjörð voru reistar haustið 2004. Unnið er að því selja restina af vinnubúðunum og hreinsa svæðið. Þar bjuggu fyrst og fremst starfsmenn Bechtel, sem störfuðu við byggingu álvers Alcoa. Þær eru því oftast kallaðar Bechtelbúðirnar.

Lesa meira

Helgin: Meira en bara sameiningarkosningar

Þótt kosning um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Mið-Austurlandi verði að teljast til stærstu viðburða helgarinnar er ýmislegt annað í boði, svo sem kvikmyndasýningar, tónleikar, afmæliskaffi og messur sem marka tímamót.

Lesa meira

„Bjóst ekki við að selja fyrir svona mikið“

Árný Birna Eysteinsdóttir, tíu ára, afhenti í síðustu viku Krabbameinsfélagi Austurlands hátt í 150 þúsund krónur sem hún safnaði til styrktar félaginu með að selja muni sem hún hafði perlað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar