


Skipsáhafnir taka vel í mottumarssokkana
Skipsáhafnir í Fjarðabyggð panta sér ein af annarri sokka í tilefni mottumars, vitundarátaks Krabbameinsfélags Íslands um krabbamein í körlum.
Rebekka Karlsdóttir gætir hagsmuna 14 þúsund stúdenta
Rebekka Karlsdóttir hefur gegnt hlutverki forseta stúdentaráðs síðan í maí í fyrra en starfsári hennar sem forseta fer að ljúka. Þar gætir hún hagsmuna 14 þúsund stúdenta og hefur m.a. barist fyrir betri námslánum og lækkun skrásetningargjaldsins.

Hjördís Hilmarsdóttir: Ég varð að fá útrás fyrir alla orkuna
Óhætt er að segja að það hafi verið hvalreki fyrir göngufólk og ferðaþjónustuna á Austurlandi þegar Hjördís Hilmarsdóttir flutti til Egilsstaða. Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á ferðamennsku, einkum gönguferðum.
Flytur heim á Vopnafjörð til að gera gott mót enn betra
Debóra Dögg Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hinnar þekktu hátíðar Vopnaskaks á Vopnafirði en verkefnið heillar hana svo mikið að hún ætlar sér beinlínis að flytja tímabundið aftur heim til að gera gott mót betra.

Blása skal nýju lífi í Tærgesen á Reyðarfirði
Nýir eigendur tóku við hinu þekkta veitinga- og gistifyrirtæki Tærgesen á Reyðarfirði fyrir réttri viku síðan og vill nýr framkvæmdastjóri blása nýju og fersku lífi í staðinn.

Gyða Árnadóttir: Syng á hverjum einasta degi
Gyða Árnadóttir verður fulltrúi Austurlands í Söngvakeppni framhaldsskólanna á morgun en hún keppir fyrir hönd Menntaskólans á Egilsstöðum. Hún sigraði forkeppni skólans með tökulagi en hefur líka verið að gefa út eigin tónlist.
Málþing um norræn tungumál
Austurlandsdeild Norræna félagsins á Íslandi efnir til málþings um stöðu norrænu tungumálanna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag undir yfirskriftinni „Til hvers Norðurlandamál?“
Uppselt á minningartónleika Ingvars Lundbergs
Um helgina fóru fram minningartónleikar Ingvars Lundbergs í Bæjarbíói. Uppselt var á tónleikana en þar komu fram vinir og fyrrum samstarfsmenn Ingvars. Guðmundur Rafnkell Gíslason, segir tónleikana hafa heppnast vel og að það verði skoðað vel að halda sambærilega tónleika fyrir austan.