Heiðraður fyrir söng á hjúkrunar- og dvalarheimilum

Broddi Bjarnason, söngvari og pípulagningameistari, var heiðraður af Rótarýklúbbi Héraðsbúa fyrir þjónustu sinni við samfélagið á Fljótsdalshéraði. Broddi hefur undanfarin 15 ár skemmt eldri borgurum með söng.

Lesa meira

„Mér datt ekkert annað í hug“

Hreinn Guðvarðarson, sem lengi var bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal en býr nú á Sauðarkróki, hefur um árabil lagt fyrir sig vísnagerð. Hann hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók sem hann nefnir Sýndaralvara og hefur að geyma vísur sem orðið hafa til á ýmsum tímum og af ýmsu tilefni.

Lesa meira

Sigurborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni

Sigurborg Ingunn Einarsdóttir, Eskifirði, var í meðal þeirra fjórtán Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Sigurborg fékk riddarakrossinn fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Lesa meira

Helgin: Endalaust af tónleikum og áhugaverð útivist

Tónlistarunnendur eiga að geta notið sín vel á Austurlandi um helgina, en stórstjörnur eru með tónleika á hverju strái næstu daga. Fyrir þá sem ekki vilja elta poppið er boðið upp á trompettríó í Egilsstaðakirkju, það er margskonar skipulögð útivist í boði sömuleiðis og myndlistarsýning í nýju sýningarrými á Borgarfirði.

Lesa meira

Helgin: Dillivænt danspopp á Djúpavogi

Helgin er með rólegra móti á Austurlandi, enda talsvert um að vera í tengslum við þjóðhátíðardaginn í vikunni. Fjölmargar listsýningar sem opnuðu þá eru opnar um helgina og þá er boðið upp á sólstöðugöngu, tónleika á Eskifirði og ball á Djúpavogi.

Lesa meira

Helgi ber sig vel og heldur tónleika á Austurlandi

Hafi eitthvað skort á að íslenska þjóðin og Helgi Björnsson viðhéldu sambandi sínu undanfarin misseri, var sannarlega gerð bragarbót á því í gegnum samkomubannið og Covid-19. Helgi mætti samviskusamlega inn á hvort heimili, ásamt góðum gestum, og söng þjóðina í gegnum þetta erfiða tímabil. Nýsæmdur fálkaorðunni ætlar hann sér að heimsækja Austurland og halda þrenna tónleika, á Eskifirði, Borgarfirði og Egilsstöðum.

Lesa meira

Gaf vel til viskíveiða

Það var heldur óvanalegur fengurinn sem Hreinn Elí Davíðsson náði að landi þar sem hann var að dorga við eina af bryggjunum á Seyðisfirði. Á enda línunnar var óátekin viskíflaska sem greinilega hafði verið lengi í sjó.

Lesa meira

Hæ hó, jibbí jei - Hvað er um að vera 17. júní?

Formlegum og hefðbundnum hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní hefur víðast hvar verið aflýst. Það eru þrátt fyrir það ýmsir viðburðir í dag, víða um Austurland.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.