Biblíubrauð í öskudagsmessu

Sérstakar öskudagsmessur verða sungnar í Eydala- og Stöðvarfjarðarkirkju í fyrramálið og boðið upp á brauð eftir uppskrift úr biblíunni. Öskudagur á sér rætur í kristnum hefðum þar sem askan er tákn um hreinsun.

Lesa meira

Brúðkaup fer til fjandans í Valaskjálf

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir á morgun gamanleikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttir, leikkonu og leikstjóra. Verkið fjallar um brúðkaup þar sem allt klikkar sem getur klikkað og meira til. Nemendur menntaskólans hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur við uppsetningu leikritsins.

Lesa meira

Gefur út sínu þriðju plötu á fimmtugsafmælinu sínu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason fagnar 50 ára afmæli sínu í dag meðal annars með því að gefa út sýna þriðju sólóplötu sem heitir Sameinaðar sálir. Guðmundur verður einnig heiðraður fyrir tónlistarferil sinn næstkomandi föstudag. Þá verða haldnir tónleikar honum til heiðurs þar sem margir þekktir tónlistarmenn koma fram og syngja lögin hans.

Lesa meira

„Markmiðið að verða betri í dag en í gær“ 

Guðrún Óskarsdóttir náttúrufræðingur og maðurinn hennar Einar Hagen karatekennari fluttu austur í Neskaupstað fyrir fimm árum síðan. Hún fékk vinnu hjá Náttúrustofu Austurlands og Einar fór að þjálfa karate. Þau hafa samanlagt áratugareynslu af karateiðkun og kennslu. 

Lesa meira

„Ég bíð spennt eftir að Will Ferrell deili laginu líka“

Leikstjórinn og Héraðsbúinn fyrrverandi Guðný Rós Þórhallsdóttir gerði ásamt samstarfskonu sinni Birtu Rán Björgvinsdóttur tónlistarmyndbandið við Júróvisjónlag Daða og Gagnamagnsins Think About Things sem slegið hefur í gegn, nú síðast eftir að stórleikarinn Russell Crowe deildi því á Twitter.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Döðlugott, Magnús Scheving og ærberjasnakk

Breiðdælingurinn Guðný Harðardóttir er Austfirðingum að góðu kunn fyrir Breiðdalsbitann sinn. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og sauðfjárbóndi. Matgæðingur síðustu viku skoraði á Guðnýju í eldhúsyfirheyrslu þessarar viku og tók hún áskorununni með glöðu geði. 

Lesa meira

Lýst er eftir grútarblautum fálka

Náttúrustofa Austurlands leitar eftir upplýsingum um grútarblautan fálka sem sést hefur á þvælingi undanfarið í kringum svæðið frá Ormsstöðum að Naustahvammi í Norðfirði. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.