


Rithöfundalestin 2020: Milli draums og vöku eftir Guðmund Beck
Guðmundur Már Hansson Beck, fyrrum bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði, sendi í sumar frá sér fyrstu ljóðabók sína sem ber heitið Milli draums og vöku.
Rithöfundalestin 2020: Heillaspor eftir Gunnar Hersvein, Helgu Kjerúlf og Heru Guðmundsdóttur
Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn er einn þriggja höfunda nýrrar bókar, Heillasporin – gildin okkar, sem kom út fyrr á árinu. Helga Björg Kjerúlf og Hera Guðmundsdóttir teiknuðu og hönnuðu bókina.
Rithöfundalestin 2020: Árhringur eftir Björgu Björnsdóttur
Árhringur – ljóðræna dagsins er fyrsta bók Bjargar Björnsdóttur. Ljóðin í bókinni byggja meðal annars á átaki þar sem hún skrifaði örljóð hvern dag í heilt ár.
„Held að fólk kunni að meta vonina sem skín í gegn“ - Myndband
Norðfirðingurinn Guðmundur R. Gíslason sendi í byrjun mánaðarins frá sér nýtt lag og myndband við það sem talar inn í takmarkanir Covid-faraldursins. Hvoru tveggja hafa fengið ljómandi fínar móttökur. Guðmundur telur að boðskapur lagsins um að bráðum taki við betri tíð tali til fólks.
Rithöfundalestin 2020: Sumar í september eftir Svein Snorra Sveinsson
Sumar í september er fjórtánda bók Sveins Snorra Sveinssonar frá Egilsstöðum og hans önnur skáldsaga. Bókin er ástarsaga tveggja einstaklinga með ólíkan bakgrunn.
„Er að breytast í skáldin sem ég gerði grín að“
Fellbæingurinn Björgvin Gunnarsson, eða Lubbi klettaskáld, stefnir á að gefa út sína sjöttu ljóðabók fyrir þessi jól. Bókin ber heitið „Svolítið sóðalegt hjarta.“ Hún fjallar um yrkisefni sem fá ljóðskáld hafa áður tekist á við, ást og ástarsorg!
Rithöfundalestin 2020: Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur
Benný Sif Ísleifsdóttir sendir nú frá sér sína aðra skáldsögu, Hansdætur. Sögusviðið er vestur á fjörðum þótt Benný Sif sé alin upp á Eskifirði.