


Leita elds fyrir dreka í Fljótsdal
„Þarna er um tíu staði að ræða, það þarf að leysa gátu á hverri og einni stöð til að halda áfram og ég myndi segja að þetta henti fjölskyldum og börnum allt niður í sex ára aldur,“ segir Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf, hönnuður.

Vertinn á Sumarlínu vill selja en ekki hverjum sem er
„Sumarlína hefur verið í sölu um tveggja ára skeið eða svo og það hafa komið áhugasamir aðilar en mér er bara ekki alveg sama hver það er eða hvers lags starfsemi verður í húsinu í kjölfarið,“ segir Óðinn Magnason, eigandi og vert á veitinga- og kaffistaðnum Sumarlínu á Fáskrúðsfirði.

Lofar magnaðasta Dyrfjallahlaupi frá upphafi
Óhætt er að fullyrða að Dyrfjallahlaupið þetta árið verði það allra skemmtilegasta og stærsta sem haldið hefur verið segir Olgeir Pétursson, einn skipuleggjenda þessa þekkta fjallahlaups sem nú skal gera hærra undir höfði en nokkru sinni áður.

„Keyra, bara keyra“ - Myndband
Kárahnjúkastífla og nánasta umhverfi eru í aðalhlutverki í kynningu á nýrri útgáfu á Range Rover Sport. Heimamenn veita áhættubílstjóra sem keyrir upp stífluna heillaráð.
Bjóða listakonum í fjölþjóðlegt samstarfsverkefni
Bókasafn Héraðsbúa leitar nú að þátttakendum á Austurlandi til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið Heima er þar sem hjartað slær.

Helgin: Síðustu tónleikar Kammerkórsins undir stjórn Thorvald Gjerde
Kammerkór Egilsstaðakirkju kveður stjórnanda sinn, Thorvald Gjerde, með að flytja klassískast perlur á tónleikum á sunnudag. Útivist, danssýning, ný listsýning og íþróttir eru meðal þess sem eru í boði á Austurlandi um helgina.
Dansað fyrir Úkraínu
„Við erum að heyra að hópur krakka á Reyðarfirði hafi verið að safna fyrir Úkraínu og ætli að afhenda okkur að sýningunni lokinni og það er frábært að heyra. Okkur hlakkar mikið til,“ segir Alona Perepelytsia, danskennari.
