Eins og að kremja hjartað að láta pressa bílinn

Þýsku hjónin Maria og Michael Zimmerer lögðu af stað sæl og glöð frá heimili sínu í nágrenni Ágsborgar snemma í júní. Eftir stuttan akstur á Íslandi fór bíllinn þeirra að láta ófriðlega. Hann var dreginn að verkstæði við Finnsstaði á Fljótsdalshéraði og stóð þar í hátt á sjöttu viku á meðan beðið var eftir nýrri vél.

Lesa meira

Upplýsingaskilti um manninn á bakvið Kobbasíurnar

Á Djúpavogi var nýverið sett upp upplýsingaskilti um Jakob Gunnar Gunnarsson, skósmið sem gerði gúmmískó sem kölluðust „Kobbasíur“ og eldri Djúpavogsbúar sem fleiri Austfirðingar hafa átt minningar um.

Lesa meira

Dönskuáhuginn veltur mikið á kennaranum

Vibeke Lund var síðasta skólaár farkennari í dönsku í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Hún segir að þótt oft sé talað illa um dönskuna fylgi hugur ekki þar fyllilega máli því mikill áhugi sé hérlendis á danskri menningu og margir eigi góðar minningar um ferðalög til Danmerkur. Áhugi á dönsku konungsfjölskyldunni kom henni á óvart.

Lesa meira

Um 400 manns í kenderísgöngu

Áætlað er að um 400 manns hafi í gærkvöldi tekið þátt í bæjargöngu Franskra daga á Fáskrúðsfirði, eða kenderísgöngunni. Hóflegur metingur er á milli hverfanna í bænum sem skipuleggja stoppistöðvar með veitingum á leiðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.