


Birna Jóna í þriðja sæti í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands
Birna Jóna Sverrisdóttir úr UÍA varð í þriðja sæti í sleggjukasti kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var um síðustu helgi. Birna Jóna náði þar sínu lengsta kasti á ferlinum.
„Þvældist með afa um allar trissur og fylgdist með honum spila í Lagarfljótsorminum“
Karlotta Sigurðardóttir er meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði á morgun. Hún er ættuð frá Borgarfirði af mikilli tónlistarætt og segir sönginn í blóðinu. Karlotta sendi í vor frá sér stuttskífu sem hún tók að miklu leyti upp í Tælandi.
Sungið um stemminguna á Norðfirði í nýju Neistaflugslagi
Nýtt lag fyrir bæjarhátíðina Neistaflug er komið í loftið. Það er hluti af hátíðahöldum í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar.
Laddi pínu súr en aðrir himinlifandi með Bræðsluhelgina
Bæði gestir og heimamenn á Borgarfirði eystra voru glaðir og reyfir alla Bræðsluhelgina enda fór allt meira og minna vel fram í bænum og á hátíðarsvæðinu sjálfu.

Upplýsingaskilti um manninn á bakvið Kobbasíurnar
Á Djúpavogi var nýverið sett upp upplýsingaskilti um Jakob Gunnar Gunnarsson, skósmið sem gerði gúmmískó sem kölluðust „Kobbasíur“ og eldri Djúpavogsbúar sem fleiri Austfirðingar hafa átt minningar um.
Dönskuáhuginn veltur mikið á kennaranum
Vibeke Lund var síðasta skólaár farkennari í dönsku í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Hún segir að þótt oft sé talað illa um dönskuna fylgi hugur ekki þar fyllilega máli því mikill áhugi sé hérlendis á danskri menningu og margir eigi góðar minningar um ferðalög til Danmerkur. Áhugi á dönsku konungsfjölskyldunni kom henni á óvart.
Hvað er meira á Austurlandi um helgina en Bræðslan og Franskir dagar?
Tónlistarsumarið á Austurlandi. Þótt Bræðslan sé hápunktur helgarinnar á því sviði verða fleiri tónleikar í boði ásamt ýmsu öðru.