Snjórinn kom á óvart en heldur ótrauður áfram Hringveginn

„Ísland er síðasta landið á ferð minni um Norðurlöndin og nú hef ég tæpa viku til að aka hringinn og klára túrinn,“ segir Shahaf Galil frá Ísrael, en hann kom til landsins á þriðjudag með Norrænu og ætlar hringinn um landið. Sem væri ekki í frásögur færandi væri hann ekki á glæsilegum svörtum Ferrari á low-profile dekkjum.

Lesa meira

„About fucking time að spila fyrir áhorfendur“

Rokkhljómsveitin Dimma heldur útgáfutónleika á Egilsstöðum á laugardag. Söngvari sveitarinnar fagnar því að á ný sé hægt að halda tónleika fyrir svo að segja fullu húsi.

Lesa meira

400.000 í verðlaun fyrir bestu lausnina

Nýting á því sem hafið býður okkur er meginviðfangsefni nýsköpunarmótsins Hacking Austurlands sem hefst í dag. Þátttakendur fá tíma með leiðbeinendum og geta unnið til veglegra verðlauna.

Lesa meira

Fjörutíu ár frá strandi Mávsins

Um helgina voru liðin fjörutíu ár frá því flutningaskipið Mávurinn strandaði á leið sinni frá Vopnafirði. Mastur skipsins stóð lengi upp úr sandinum í botni fjarðarins en er nú horfið.

Lesa meira

Ný endurgerð af Sögu Borgarættarinnar frumsýnd á Seyðisfirði um helgina

Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar, fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á Íslandi, verður ný endurgerð hennar frumsýnd samtímis á þremur stöðum á landinu sunnudaginn 3. október klukkan 15:00. Staðirnir þrír eru eftirfarandi: Hof á Akureyri, Bíó Paradís í Reykjavík og Herðubreið á Seyðisfirði. Endurgerðin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunnar, Kvikmyndasafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Lesa meira

Málstofu um heimagrafreiti frestað

Málstofu um heimagrafreiti, sem halda átti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag, hefur verið frestað vegna veðurs.

Lesa meira

Hreindýrskálfar gæfir sem hundar - Myndir

Í landi Vínlands í Fellum lifa tveir hreindýrskálfar í girðingu. Þeim var bjargað ungum af fólki sem með mikilli vinnu hefur náð að halda þeim lifandi. Kálfarnir eru hugulseminni þakklátir því þeir vilja leika sér og láta klappa sér af fólkinu.

Lesa meira

Fjallkonan á Vestdalsheiði innblástur haustsýningar Skaftfells

Fornleifafundurinn á Vestdalsheiði sumarið 2004 er innblástur að haustsýningu Skaftfells, sem ber yfirskriftina Slóð. Sýningin er samsýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal sem unnið hafa verkin hvort í sínu lagi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.