


Kanónur framtíðarinnar með tónleika á Eskifirði
„Fyrsti einstaklingurinn sem fékk þennan styrk frá Rótarýhreyfingunni á sínum tíma var píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson svo það er í stóra skó að fara,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi.

„Gæti orðið með allra bestu Bræðslunum hingað til“
„Miðasalan ætti að hefjast strax í næstu viku og miðað við tónlistarfólkið sem fram kemur grunar mig að þeir miðar verði fljótir að fara,“ segir Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og forsprakki Bræðslunnar á Borgarfirði eystra.

Helgin: Kvæðamenn og körfubolti
Landsmót kvæðamanna, tónleikar, pólsk listahátíð og leikur um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er meðal þess sem í boði er á Austurlandi um helgina.
Brimskaflar í boði lífsins og vorið
Erindi um áföll, tónleikar og pólsk listsýning eru meðal þess sem í boði verða á Austurlandi síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta.
Fljótsdælingar gefa sér þrjá daga til að plokka rusl
„Þetta er stór dagur að okkar viti og þar sem ekki hentar öllum að taka til hendinni þennan ákveðna plokkdag þá lengdum við í þessu hjá okkur,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal.

Átti stóran hlut í að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
Málþing verður haldið í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík á morgun um arfleifð Stefáns Einarssonar úr Breiðdal í rannsóknum á íslenskum bókmenntum. Heimildir sem Stefán aflaði á fyrri helmingi síðustu aldar eru nýttar til skrifa enn í dag.
Fjarðarheiðin vettvangur Íslandsmeistaramóts í snjókrossi
„Við byrjum lætin strax milli 9 og 10 um morguninn þegar menn hefja æfingar og tímatökur fyrir mótið sjálft sem ætti að hefjast um eða uppúr hádeginu,“ segir Steinþór Guðni Stefánsson úr akstursíþróttaklúbbnum Start, en klúbburinn er að búa sig undir að halda lokaumferð Íslandsmótsins í snjókrossi (snocross) á Fjarðarheiði á laugardaginn kemur.
