Fljótsdalshreppur býr sig undir tap vegna eigna í sjóðum


Í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að meðal þeirra aðila sem geymt hafa fjármuni í svokölluðum peningasjóðum séu minni og meðalstór sveitarfélög. Þau gætu þurft að afskrifa hluta þeirra fjármuna sem lagðir hafa verið í sjóðina.

Lesa meira

Líf í tuskunum á Gjaldeyri við Ystunöf

Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir n.k. laugardag gamanleikinn Góðverkin kalla. Leikritið gerist í þorpinu Gjaldeyri við Ystunöf og hverfist um hundrað ára afmæli sjúkrahússins á staðnum. Þorpsbúar efna til kappsfullrar söfnunar til að heiðra stofnunina á tímamótunum og sjást menn þar einatt ekki fyrir. ...

 

Lesa meira

Víðar leitað fjár en í íslenska hagkerfinu

Bændur eru nú margir í óða önn að taka fé sitt á hús og velja sláturfé.

Svo var einnig um Geirmund bónda Þorsteinsson á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá, en hann hýsti fé sitt um helgina og skildi villifé af öðrum bæjum frá. 

Féð var sumt hið  baldnasta og þannig stökk til að mynda einn vígalegur hrútur yfir girðingu sem fis væri og hljóp út í móa. Tíkin Káta elti hann þó uppi og við tóku svo bræðurnir Erlendur og Þorsteinn Steinþórssynir sem drógu hrússa nauðugan á hornunum í hús. Er skimað var yfir fjárhópinn þóttu lömbin óvenju lagðprúð og myndarleg af fjalli. f3.jpg

Lesa meira

Olíubíll valt, tvö þúsund lítrar láku af

Olíubíll valt í Eskifirði skömmu eftir hádegi í dag. Tildrög slyssins eru óljós, en starfsmenn á vettvangi töldu líklegt vera að bílstjóri bifreiðarinnar hafi blindast af sólarljósi þegar hann keyrði upp Hólmaháls. 

Lesa meira

Tómas Már forstjóri Alcoa á Íslandi

Ljósmynd/Steinunn ÁsmundsdóttirTómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, tekur við nýrri stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Mun hann bæði stjórna Alcoa Fjarðaáli og stjórna undirbúningi og væntanlegri uppbyggingu nýs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík. Tómas Már segir Fjarðaál verða fyrirmynd nýrra álvera Alcoa og sú þekking sem skapast hafi þar muni nýtast vel til framtíðar. Tómas Már og kona hans, Ólöf Nordal alþingismaður, munu flytja heimili sitt frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kjölfar þessara breytinga.

Hafsteinn Viktorsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu Fjarðaáls og mun jafnframt sjá um daglegan rekstur álversins. Þá mun hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls framvegis starfa fyrir Alcoa á Íslandi.

 

 Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Dagskrá helguð merkum Eskfirðingi

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð heiðrar minningu eins ástsælasta og virtasta píanóleikara Íslendinga, Eskfirðingsins Rögnvaldar Sigurjónssonar, með því að efna til dagskrár í tali og tónum. Rögnvaldur hefði orðið níræður á morgun. Tónleikarnir verða á sunnudaginn 19. október og hefjast kl:16.00. Aðgangur er ókeypis.

Tónleikarnir verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskirði, en Rögnvaldur fæddist á Eskifirði og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. ... rggi1.jpg

Lesa meira

Stuðningur í kreppunni

Stefnt er að því að upplýsingabæklingur, um ýmis atriði sem tengjast efnahagsþrengingum íslensku þjóðarinnar, frá AFLi starfsgreinafélagi fari í dreifingu inn á öll heimili í fyrramálið. Félagsþjónustur sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytið styðja einnig við fólk sem á erfitt vegna kreppunnar.

 

Lesa meira

Bankar á Egilsstöðum vaktaðir

landsbankinn3.jpgLögregla vaktar nú banka á Egilsstöðum og við útidyr bankanna eru öryggisverðir frá Securitas.

Þegar blaðamaður Austurgluggans átti leið um miðbæinn um hálfþrjú leytið í dag stóð lögreglubifreið miðja vegu milli Glitnis og Landsbankans. Aðspurður sagði öryggisvörður í Landsbankanum að Securitas væri að auki með gæslu í Glitni og hjá Kaupþingi á Egilsstöðum, en hann vissi ekki til þess að gæsla væri í bönkum annars staðar á Austurlandi. ,,Við viljum gæta öryggis hér í ljósi þess að fólk hefur flykkst í bankana í Reykjavík og margir eru reiðir og sárir" sagði öryggisvörðurinn. Orðrómur er um að erlendir verkamenn á vegum Ístaks við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar hafi ætlað að fjölmenna í bankana til að millifæra laun sín eða taka út peninga. Í Landsbankann höfðu á annan tug manna af fyrrgreindum vinnustað komið í dag og öryggisvörðurinn vissi ekki hvort von væri á fleirum.

Félagarnir Peter, Hendrik og Anton frá Póllandi sögðust eiga í vandræðum með að fá peninga úr hraðbanka í anddyri Landsbankans og voru óhressir. Sögðust hræddir um peningana sína og ómögulegt væri að millifæra fé út til Póllands. Þeir starfa við Hraunaveitu.landsbankinn1.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.