Ólögmæt álagning á Djúpavogi

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar álagningu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á fasteign í Djúpavogshreppi. Niðurstaða ráðuneytisins er að álagningin hafi verið ólögmæt og var hún því felld úr gildi.

04_28_8_thumb.jpg

Álagning B-gatnagerðargjaldsins var byggð á samþykkt hreppsins frá 2005. Kærendur byggðu kröfur sínar meðal annars á því að gild samþykkt um heimild til innheimtu gjaldsins hafi ekki legið fyrir við álagninguna þar sem sú samþykkt sem Djúpavogshreppur byggði á hafi ekki verið staðfest af ráðherra.

 

Að mati ráðuneytisins er bráðabirgðaákvæði laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald skýrt um að lög nr. 51/1974 gilda um innheimtu og álagningu B-gatnagerðargjaldsins. Af því leiðir að sveitarfélagi, sem hyggst innheimta slíkt gjald, ber að setja sér samþykkt með þeim hætti sem kveðið er á um í 3. gr. laga nr. 51/1974, þ.e. samþykktin skal staðfest af ráðherra. Álagning Djúpavogshrepps byggðist á samþykkt frá 2005 sem ekki hafði verið staðfest af ráðherra og leit því ráðuneytið svo á að lagaskilyrði fyrir innheimtu gjaldsins væri ekki uppfyllt.

 

Í tilefni af úrskurðinum vill ráðuneytið vekja athygli sveitarfélaga á því að hafi þau í hyggju að nýta heimild bráðabirgðaákvæðis laga nr. 153/2006 til að leggja á B-gatnagerðargjald ber þeim að hafa í gildi samþykkt sem hlotið hefur staðfestingu ráðherra.

 

Úrskurðurinn í heild: www.samgonguraduneyti.is/Urskurdir/nr/2058

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.