Óveður og ófærð: Ekki talið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrr en á morgun

xd_frambodsfundur_egs_jan13_web.jpg
Talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið hægt að koma kjörgögnum frá Austurlandi norður til Akureyrar vegna veðurs og ófærðar. Færð spilltist víða á Austur- og Norðurlandi í gærkvöldi.

Lesa meira

Vantar konu í stjórn?

konur_stjornir_tak_web.jpg
Tengslanet austfirskra kvenna, í samstarfi við Alcoa Fjarðaál og KPMG, standa í næstu viku fyrir tveimur kynningarfundum um breytingar á lögum um hlutafélög til að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnum. Á fundunum verða kynntar konur sem sótt hafa námskeið fyrir stjórnarmenn og bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana.

Lesa meira

Vetur og vellíðan í ferðaþjónustu

myvatn_web.jpg
Heimaaðilar í Mývatnssveit halda á fimmtudag málþing um vellíðunarþjónustu.  Aðstæður á Íslandi þykja hagstæðar þessari gerð af þjónustu og er markviss sókn á sviðinu í smíðum í Mývatnssveit þar sem sérstök áhersla verður lögð á vetrarmánuðina. 

Lesa meira

Valgerður tók annað sætið af Tryggva

sjalfstaedisflokkurinn.png

Valgerður Gunnarsdóttir, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum, varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór um helgina. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, sem keppti við Kristján Þór Júlíusson um oddvitasætið varð ekki á meðal sex efstu. 

 

Lesa meira

Annar Fáskrúðsfirðingurinn í röð kosinn formaður ungra framsóknarmanna

hafthor_eide_asta_hlin.jpg
Fáskrúðsfirðingurinn Hafþór Eide Hafþórsson var um síðustu helgi kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á sambandsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann tekur við af öðrum Fáskrúðsfirðingi, Ástu Hlín Magnúsdóttur, sem gegnt hafði embættinu í ár.

Lesa meira

Ásta Kristín: Stolt og ánægð yfir að hafa náð settu marki

asta_kristin_sigurjonsdottir_2011_2.jpgÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, sem um helgina náði þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir þakklát dyggum stuðningshóp sem hafi gert henni kleift að ná settu markmiði í kjörinu.

Lesa meira

Ösp brotnaði í veðrinu og skemmdi bíl

osp_solvellir_ovedur.jpg
Stóreflis ösp brotnaði á Egilsstöðum í óveðrinu í gærkvöldi og skemmdi bifreið og íbúðarhús. Húsráðandi segir það hafa verið ógurlega skruðninga þegar öspin fór af stað.

Lesa meira

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur: Sagðist hafa drukkið viskí eftir að hann kom heim

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið karlmann af ákæru um ölvunarakstur þar sem ekki þóttu hafa verið lagðar fram nægjanlegar sannanir af hálfu ákæruvaldsins fyrir því að hann hefði ekið ölvaður. Ákærði hélt því fram að hann hefði drukkið töluvert af sterku áfengi á milli þess sem hann ók og þar til lögreglan færði hann til sýnatöku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.