Ekki fleiri kynferðisbrot tilkynnt á Austurlandi þrátt fyrir aukna umræðu

logreglumerki.jpg
Fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um kynferðisbrot hefur ekki leitt til þess að fleiri slík mál hafi borist inn á borð hjá austfirsku lögregluembættunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segjast menn ekki hafa séð slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma.

Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að holskefla af málum sem vörðuðu kynferðisafbrot gegn börnum hefðu skollið á lögreglunni eftir að Kastljós birti umfjöllun sína um Karl Vigni Þorsteinsson þann sjöunda janúar.

Fleiri mál hafa komið upp í kjölfarið og er nú svo komið að embætti ríkissaksóknara og kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væru að sligast undan kynferðisbrotamálum.

Hjá austfirsku lögregluembættunum fengust í dag þær upplýsingar að umfjöllunin hefði ekki leitt til fjölgunar mála í fjórðungnum. „Nei, svo er ekki raunin,“ sagði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, í svari við fyrirspurn Austurfréttar en embættið þar annast rannsókn slíkra mála á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.