Farið að bera á vöruskorti á Vopnafirði: Mokstri hætt vegna veðurs

vopnafjordur.jpg
Farið er að bera á vöruskorti á Vopnafirði en þangað hafa vegasamgöngur verið afar takmarkaðar síðan á laugardag. Reynt var að opna Vopnafjarðarheiði en mokstri þar var hætt vegna veðurs.

„Vopnfirðingar búa enn svo vel að eiga mjólk í ísskápum sínum þar eð Kauptún átti nokkrar birgðir. En hún mun smám saman hverfa eins og rjóminn og súrmjólkin, brauðið og bakkelsið,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps.

Haldið var þorrablót bæði á Vopnafirði og Þórshöfn á laugardagskvöld. Einhverjir gestir eru enn á Vopnafirði sem ætluðu í austurátt. „Vopnafjarðarheiðin lokaði á flóttaleiðina,“ segir Magnús.

Fært er til Akureyrar eftir norðurströndinni en Hellisheiði og Vopnafjarðarheiði eru lokaðar. Reynt var að moka Vopnafjarðarheiði um miðjan dag en þeim tilraunum var hætt vegna veðurs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.