Tomas Abraham James, forstöðumaður hjá ástralska námafyrirtækinu Platina
Resources, er bjartsýnn á að gull finnist í vinnanlegu magni á
Austurlandi. Unnið er að fá leyfi hjá landeigendum til rannsókna.
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, hefur ekki þegið samningsbundnar launahækkanir frá árinu 2008. Það þýðir að laun hans eru lægri en gera hefði mátt ráð fyrir þegar samningur hans er lesinn.
Starfslok Eiríks Bj. Björgvinssonarfráfarandi bæjarstjóra gætu kostað bæjarsjóð Fljótsdalshéraðs allt að 15 miljónir króna samkvæmt ráðningarsamningi hans.Laun Eiríks með launatengdum gjöldum námu, samkvæmt samningnum 1,9 miljónum á mánuði, um síðustu mánaðarmót.
Jónas Bjarki Björnsson hefur verið kosinn oddviti Breiðdalshrepps. Á
fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í vikunni var samþykkt að endurráða
Pál Baldursson sem sveitarstjóra.
Tuttugu manns sóttu um starf bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði en einn dró umsókn sína til baka eftir að tilkynnt var að ekki væri nafnleynd yfir umsóknunum. Agl.is birtir hér nöfn þeirra nítján sem sækja um. Af umsækjundunum nítján er aðeins ein kona og þrír búsettir á Austurlandi, allir á Fljótsdalshéraði. Þrír starfandi bæjarstjórar sækja um stöðuna.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hét stuðningi ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðfarðs þegar þjóðgarðsstofan á Skriðuklaustri, sem fengið hefur nafnið Snæfellsstofa, var opnuð í dag.
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að afloknum sveitarstjórnarkosningum 29. maí síðasliðinn var haldinn í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði í dag mánudag 21. júní klukkan 16:00.
Mikil endurnýjun hefur orðið í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps en aðeins
einn fulltrúi situr áfram í hreppsnefndinni. Fráfarandi hreppsnefnd kom
nýlega saman til síns seinasta fundar þar sem Aðalbjörn Björnsson kvaddi
eftir 28 ára setu í sveitarstjórn.
Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.
Nýr sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Gauti Jóhannesson, tók við lyklavöldum af Birni Hafþóri Guðmundssyni í Ráðhúsi Djúpavogs þriðjudaginn 15. júní síðastliðinn. Það varð honum þrautin þyngri því gamli sveitarstjórinn harðneitaði að láta eftir lyklana, eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi.