Björn Ingimarsson næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Björn Ingimarsson verður næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Tilkynnt verður um ráðningu hans á bæjarstjórnarfundi sem hófst klukkan fimm.
Björn Ingimarsson verður næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Tilkynnt verður um ráðningu hans á bæjarstjórnarfundi sem hófst klukkan fimm.
Vegagerðin skoðar hvort færa eigi þjóðveg númer eitt, Hringveginn, frá
Breiðdalsheiði og Skriðdal yfir á Suðurfjarðaleið og Fagradal. Bæjarráð
Fjarðabyggðar hvetur til þess en bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst gegn
því.
Íbúar Djúpavogs geta á ný drukkið rennandi vatn. Starfsmönnum hreppsins
tókst í gær að gera við skemmdir sem urðu á vatnsveitunni fyrir helgi
þegar aurskriða féll á hana. Sveitarstjórinn segir skemmdirnar
umtalsverðar.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur ekki forsendur til að flytja þjóðveg
eitt frá Breiðdalsheiði og Skriðdal niður á Suðurfjarðaveg og Fagradal
eins og bæjarráð Fjarðabyggðar vill. Ráðið telur að ávallt eigi að
skilgreina Hringveginn sem stystu leið milli landshluta og hvergi verði
gefið eftir á öryggiskröfum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar vill að þjóðvegur númer eitt, Hringvegurinn, verði skilgreindur um Suðurfjarðaveg og Fagradal í stað Breiðdalsheiðar og Skriðdals eins og er í dag.
Eiríkur Bj. Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, verður næsti bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Þetta var staðfest í morgun.
Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar
Austurlands í Fjarðabyggð, undirbýr skaðamótamál á hendur stofnuninni
vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðandi. Hann var eini umsækjandinn um
stöðu læknis hjá HSA í Fjarðabyggð en framkvæmdastjóri stofnunarinnar
segir ekki koma til greina að ráða Hannes.
Atvinnuástand á Austurlandi virðist skána með hverjum mánuðinum sem líður, ef marka má atvinnuauglýsingar í fjórðungnum. Í auglýsingapésanum Dagskránni sem dreift er í hvert hús á Austurlandi fjölgar atvinnuauglýsingum talsvert. Á fimmtudaginn síðasta birtust 10 auglýsingar þar sem auglýst er eftir fólki til starfa. Í sumum þeirra er auglýst eftir óræðum fjölda starfsmanna. Ekki er víst að svo margar atvinnuauglýsingar hafi birst í sömu viku á Austurlandi síðan fyrri hluta ársins 2008.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.