Stundum eins og einhver segi mér að taka steinana þótt þeir séu ljótir
Auðunn Baldursson hefur safnað steinum af ástríðu í tuttugu ár. Nýlega
opnaði hann safn á Djúpavogi þar sem hann sýnir helstu gripina.
Auðunn Baldursson hefur safnað steinum af ástríðu í tuttugu ár. Nýlega
opnaði hann safn á Djúpavogi þar sem hann sýnir helstu gripina.
Ekki er vitað til þess að neinn hafi veikst af völdum vatnsmengunar á
Eskifirði í byrjun mánaðarins né að tíðni heimsókna á heilsugæslu hafi
aukist. Þær stofnanir sem komu að aðgerðum vegna mengunarslyssins í
fiskimjölsverksmiðju Eskju í byrjun mánaðarins ætla að fara yfir
viðbrögð sín á næstunni.
Páll Björgvin
Guðmundsson, verðandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var einn þeirra fimm
umsækjenda um starfið sem drógu umsóknir sínar til baka.
Aukning á vinnslu síldar og makríls hefur bætt verkefnastöðu starfsstöðvar Matís í Neskaupstað. Stöðin hefur eflt þjónustu sína að undanförnu.
Fulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja það að hafna öllum umsækjendunum um straf bæjarstjóra þá sorglegustu sem hægt hafi verið að hugsa sér. Páll Björgvin Guðmundsson, sem verður næsti bæjarstjóri, var
ekki meðal þeirra átján sem sóttu um starfið miðað við lista sem gefinn
var út í seinustu viku. Þeim umsækjendum var öllum hafnað. Fulltrúarnir
vilja að ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra verði gerður opinber.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fól í dag bæjarráði Fjarðabyggðar að ganga til viðræðna við Pál Björgvin Guðmundsson, útibússtjóra Íslandsbanka á Reyðarfirði, um að verða næsti bæjarstjóri sveitarfélagsin. Öllum umsækjendunum átján var hafnað.
Einn Austfirðingur er á meðal 60 skattahæstu einstaklinga Íslands samkvæmt lista Ríkisskattstjóra sem birtur var í dag.Guiliano Taglini, sem skráður er til heimilis á Laugarási á Fljótsdalshéraði, er í 50. sæti listans og greiðir 34,4 milljónir króna í skatt.
Andrés Elísson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, vill að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands taki ábyrgðina á að íbúar á Eskifirði hafi drukkuð mengað vatn. Hann segir að heilbrigðiseftirlitið hafi brugðist allt of seint við.
Endurbætur á veginum yfir Hólmaháls kosta fjörutíu milljónir króna.
Vegagerðin telur að verktakinn eigi að að bera kostnaðinn en um það
hefur ekki verið samið.
Spænskur ferðamaður hringdi til heimalands síns eftir hjálp því hann
taldi sig týndan í Seyðisfirði um seinustu helgi. Hann hafði þá afþakkað
aðstoð nærstaddra ferðalanga.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.