Eitt mesta vatnsveður í manna minnum í Jökulsárhlíð

skridufell jokulsarhlidVegir hafa farið í sundur í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði í einhverju mesta vatnsveðri sem menn segjast hafa séð þar. Rokhvasst er enn á svæðinu sem hefur gert vegagerðarmönnum erfitt um vik við að laga skemmdirnar.

„Það er búið að vera gríðarlegt vatnsveður hér undanfarna tvo daga, eitt það mesta sem menn hafa séð á svona stuttum tíma,“ segir Viggó Már Eiríksson, bóndi í Fögruhlíð.

Þar hefur snjólínan farið niður að bæjum. Ekkert amar samt að fé bænda en búið var að smala allar afréttir.

Vegurinn á milli Ketilsstaða og Skriðufells fór í sundur í nótt í vatnavöxtum þar sem rennurnar tóku ekki lengur við. Vegagerðarmenn sléttuðu veginn þannig hann er fær en gátu ekki keyrt í hann efni.

„Það er hringlandi vitlaust veður þarna. Það þorði ekki nokkur maður að lyfta palli. Sá bíll hefði snúist við,“ segir Björn Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni.

Veðrið hefur verið verst utan við svokallaða Kaldárbrú og út í Héraðsflóa en vindstrengur hefur þar legið meðfram fjöllunum. Mikil úrkoma hefur fylgt rokinu og heimreiðir víða orðið undir vatni.

„Á einum stað flæddi yfir veg þar það hafði ekki gerst síðan sá vegur var byggður fyrir akkúrat fjörutíu árum.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.