Orkumálinn 2024

Fjórar aukavélar til Egilsstaða í dag: Vel gengur að vinna upp tafir á flugi

flug flugfelagislands egsflugvFlugfélag Íslands flýgur í dag fjórar auka ferðir á milli Egilsstaða og Reykjavíkur til að vinna upp þær tafir sem orðið hafa á flugi vegna veður síðastliðna tvo daga.

Farþegaflug lá niðri frá Egilsstaðaflugvelli í gær og fyrradag en afar hvasst hefur verið á Austurlandi síðustu daga. Um 180 farþegar biðu því eftir flugi í gærkvöldi. Hluti farþeganna hafði samt komist á áfangastað eftir öðrum leiðum eða hætt við flugið.

Að sögn Þórðar Björnssonar, þjónustustjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, hefur gengið vel að vinna upp tafirnar. Fjórar aukaferðir voru farnar til Egilsstaða í dag auk þess sem laus sæti í áætlunarvélum dagsins, sem voru þrjár, voru nýtt.

Síðasta aukavélin fer í loftið um klukkan hálf þrjú en ein áætlunarflugvél kemur austur um kvöldmatarleytið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.