Saga um geysilega þöggun

„Nú halda mér engin bönd eftir langt hlé í eigin sköpun og útkomu tveggja bóka í ár,“ segir rithöfundurinn Steinunn Ásmundsdóttir, sem var að senda frá sér sína sjöttu bók, skáldævisöguna Manneskjusögu. Fyrra útgáfuhóf bókarinnar verður í Eymundsson í Smáralind í dag klukkan 17:00.

Lesa meira

Vill skipta á jöfnu í samningum við Færeyinga

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir tíma til kominn að Íslendingar og Færeyingar skipti á sléttu í samningum um fiskveiðar. Skiptimyntin er kolmunni sem skiptir Austfirðinga miklu máli.

Lesa meira

„Perlurnar eru mikilvægar fyrir svæðið“

Mikil aðsókn var í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir. Forsvarsmaður segir verkefnið gott fyrir samfélagið og vekji athygli aðkomufólks.

Lesa meira

Djúpivogur samþykkir sameiningarviðræður

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps varð í gærkvöldi síðust til að samþykkja að taka þátt í sameiningarviðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði lokið áður en árið 2020 gengur í garð.

Lesa meira

„Því miður er þörfin mikil“

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Tekið verður á móti skókössum í Egilsstaðakirkju næsta fimmtudag milli klukkan 17:00 og 21:00.

Lesa meira

Lýsa yfir vonbrigðum með samgönguáætlun

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir yfir vonbrigðum með samgönguáætlun sem nýverið var lögð fram á Alþingi. Ekki er gert ráð fyrir að Axarvegur komist til framkvæmda á næsta áratug samkvæmt henni.

Lesa meira

Vantar minni íbúðir fyrir eldra fólk

Íbúðir í hjúkrunarheimilinu Sundabúð eru of litlar fyrir fólk sem er tekið að eldast og vill flytja í smærra húsnæði. Framboð á íbúðarhúsnæði er eitt af því sem hamlar uppbyggingu á Vopnafirði.

Lesa meira

Núningur við bryggjuna myndaði gat á bátnum

Talið er að gat sem kom eftir núning við bryggju hafi orðið til þess að eikarbáturinn Saga SU 606 sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt 11. febrúar síðastliðins.

Lesa meira

„Við tók algerlega súrrealískt ástand“

„Ég var inni í húsinu Brennu, í miðbæ Neskaupstaðar, þar sem ritstjórnarskrifstofa Austurgluggans var þá. Ég man að ég var að lesa yfir blað vikunnar sem við höfðum klárað kvöldið áður, þegar síminn hringdi. Þetta var vinur minn sem vann í netagerðinni og hann sagði mér einfaldlega, blátt áfram, að það hefði fundist lík við bryggjuna, pakkað inn og með stunguförum. Þetta var eins hádramatískt og það gat orðið,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, sem var ritstjóri Austurgluggans árið 2004.

Lesa meira

Ekki rétt að bæjarfulltrúar skammist út í starfsmenn á fundi

Bæjarfulltrúar meirihluta og bæjarstjóri Fjarðabyggðar áminntu bæjarfulltrúa Miðflokksins fyrir orð hans í garð starfsmanna sveitarfélagins á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag. Ekki væri rétt að bera sakir á þá sem ekki sætu fundinn og gætu ekki svarað fyrir sig. Bæjarfulltrúinn kvaðst ekki hafa verið með ásakanir í garð starfsfólks.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.