Dæmdur fyrir árás með skófluskefti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nota skefti af álskóflu til að berja annan mann.

Lesa meira

Ásbjörn hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest

„Mér þykir mikill heiður að hafa verið valinn til þátttöku í þessari keppni, en hún er mjög góður vettvangur til að sjá hvar maður stendur í greininni í samanburði við besta fólkið frá öðrum löndum,” segir Ásbjörn Eðvaldsson frá Eskifirði, sem hlaut í september silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest, þar sem hann keppti í rafeindavirkjun.

Lesa meira

Telja aðferðir Villikatta ekki standast lög um dýravelferð

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hafnar því að sveitarfélagið fari ekki að lögum við föngun villikatta. Álit eftirlitsstofnana hafi verið eindregið um að ekki væri hægt að nýta aðferðir félagsskaparins Villikatta í átaki gegn villiköttum í þéttbýlinu.

Lesa meira

„Öll þekking er af hinu góða“

Marta Guðlaug Svavarsdóttir, nemandi við Verkmenntaskóla Austurlands, varð hlutskörpust íslenskra þátttakenda í sínum aldursflokki í Bebras tölvuáskoruninni sem haldin var fyrir jól. Þrátt fyrir það segist hún ekki stefna á frekara nám í forritun. 

Lesa meira

Leitað að loðnu úti fyrir Austfjörðum

Fimm skip leita nú loðnu úti fyrir Austurlandi og Suð-Austurlandi. Fréttir hafa borist af loðnu úti fyrir sunnanverðu landinu en engar staðfestingar borist um að ástandið sé betra en verið hefur.

Lesa meira

Nýsköpun á ekki að vera einkamál höfuðborgarsvæðisins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heitir því að gerði verið úttekt á dreifingu styrkja ríkisins til nýsköpunar- og rannsóknastarfs á landsvísu. Sláandi sé að heyra hve skarðan hlut Austurland beri þar frá borði.

Lesa meira

Óbreytt staða í loðnuleit

Engar nýjar forsendur eru komnar fram sem breyta forsendum veiðiráðgjafar í loðnu eftir leit úti fyrir Austfjörðum og Suð-Austurlandi um helgina. Næst verður haldið til norðurs.

Lesa meira

Harma mistök við útnefningu 690 Vopnafjarðar

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) harmar mistök sem áttu sér stað þegar heimildamyndin 690 Vopnafjörður var fyrst tilnefnd til Edduverðlaunanna á undanþágu en síðan dæmd úr leik.

Lesa meira

Óvenjulegar aðstæður kölluðu á óvenjulega ríkisstjórn

Núverandi ríkisstjórn var mynduð um uppbyggingu samfélagslegra innviða, umhverfismál og jafnréttismál. Forsætisráðherra vonast til að endurskoðun stjórnarskrár sé nú loks að þokast í rétta átt með samvinnu þvert á þingflokka.

Lesa meira

690 Vopnafjörður inn og út af Edduverðlaununum

Tilnefning heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður til Eddu verðlaunanna var dregin til baka eftir að listi yfir tilnefndar myndir var opinberaður. Forsvarsmenn verðlaunanna svara ekki spurningum um forsendur breytingarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar