Ekki breytinga að vænta á leiðakerfi

Samruni Air Iceland Connect við Icelandair mun ekki hafa áhrif á þjónustu við viðskiptavini. Aðeins er um rekstrarlega ákvörðun að ræða.

Lesa meira

Minna fólk á huga hvert að öðru

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi síðan í gær. Yfir tvö hundruð eru í sóttkví. Fólk er minnt á að hugsa vel hvert um annað því margir finna fyrir öryggisleysi þessa dagana.

Lesa meira

Margrét María skipuð lögreglustjóri á Austurlandi

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Margréti Maríu Sigurðardóttur í embætti lögreglustjórans á Austurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Hún var meðal þriggja sem mestin voru hæfust til að gegna starfinu.

Lesa meira

Stækkun flugbrautar á Egilsstöðum undirbúin

Ný akbraut við flugvöllinn á Egilsstöðum er meðal stærri samgönguframkvæmda sem eru hluti af 20 milljarða fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar til að mæta samdrætti í kjölfar covid-19 veirunnar. Bryggjur, vegir og ofanflóðavarnir eru meðal þess sem ráðist verður í á Austurlandi.

Lesa meira

Austfirsk sveitarfélög seinka gjalddögum

Sveitarstjórnir á Austurlandi hafa undanfarna daga farið yfir aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum sem gætu lent í vandræðum í þeirri efnahagskreppur sem hlýst af covid-19 faraldrinum. Mörg hafa seinkað gjalddögum meðan önnur skoða flýtingu framkvæmda.

Lesa meira

Fimmta smitið greint á Austurlandi

Fimm einstaklingar hafa nú greint með covid-19 veiruna á Austurlandi. Yfir tvö hundruð manns eru nú í sóttkví í fjórðungnum.

Lesa meira

Fjórir smitaðir á Austurlandi

Fjórir einstaklingar á Austurlandi hafa greinst með covid-19 smit og 160 eru í sóttkví. Verið er að tryggja heilbrigðisþjónustu á Vopnafirði þar sem lykilstarfsmenn eru í sóttkví.

Lesa meira

Barnaskólinn á Eskifirði fær sex milljóna styrk

Lagfæringar á Barnaskólanum á Eskifirði er annað af þeim tveimur verkefnum sem fá hæsta styrki í ár úr Húsafriðunarsjóði. Austfirsk verkefni fá 33,7 milljónir króna úr sjóðnum að þessu sinni.

Lesa meira

Ekkert nýtt smit á Austurlandi

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Beðið er eftir niðurstöðu úr sýnum sem tekin voru í gær.

Lesa meira

Vopnfirðingar tilbúnir í bakvarðasveit Sundabúðar

Íbúar á Vopnafirði hafa tekið vel í beiðni um að vera til taks ef á þarf að halda til að halda starfsemi hjúkrunarheimilisins Sundabúðar gangandi. Hjúkrunarforstjórinn segist finna fyrir hlýhug úr samfélaginu til heimilisins.

Lesa meira

„Krakkarnir sýna frábæran aga“

Margvíslegar ráðstafanir hefur þurft að gera í grunn- og leikskólum Fjarðabyggðar í samræmi við ráðstafanir til að hindra útbreiðslu covid-19 veirunnar. Fræðslustjóri segir bæði nemendur og kennara hafa staðið sig vel við erfiðar aðstæður og eigi hrós skilið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.