Orkumálinn 2024

„Fer í kaupstað þegar opnast“

Vegurinn upp í Hrafnkelsdal hefur verið lokaður í um hálfan mánuð vegna snjóa. Íbúar er rólegir enda ekki óvanir ástandi sem þessu. Hluti leiðarinnar var opnaður í gær en lokaðist aftur í morgun.

Lesa meira

Austfirskar sveitarstjórnir fyrstar til að nýta ákvæði um fjarfundi

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps urðu í morgun fyrstu sveitarstjórnir landsins til að nýta bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum um fjarfundi sveitarstjórna. Báðir fundirnir gengu hratt og vel enda aðeins eitt mál á dagskrá.

Lesa meira

ME og VA hljóta jafnlaunavottun

Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands hlutu á dögunum jafnlaunavottun. Skólarnir hafa komið sér upp kerfi sem á að tryggja það að greidd verði til dæmis sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Lesa meira

Mikilvægt að huga að velferð allra í samfélaginu

Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar, lögreglan á Austurlandi og Heilbrigðisstofnun Austurlands hvetja íbúa til að fylgjast með nágrönnum og ættingjum og láta vita ef stuðnings er þörf.

Lesa meira

Hertar reglur skýra aukinn fjölda

Hertari reglur og nákvæmari skráning skýrir mikla aukningu á fjölda Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Fjarkennsla flækist ekki fyrir góðu nemendunum

Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segir nemendur og kennara við skólann vera að ná tökum á fjarkennslufyrirkomulagi sem komið var á eftir að skólanum var lokað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Úrræði eru í boði fyrir nemendur sem standa höllum fæti.

Lesa meira

Nemendur í VA mæta í netstofur

Þrátt fyrir að framhaldsskólum hafi verið lokað til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar halda nemendur Verkmenntaskóla Austurlands áfram að mæta í tíma samkvæmt stundatöflu. Það gera þeir í gegnum netkennslustofu. Skólameistari segir fyrirkomulagið ganga vel, aðeins sé eftir að finna lausn fyrir félagslífið.

Lesa meira

Yfir sextíu í sóttkví eystra

Rúmlega sextíu Austfirðingar eru nú komnir í sóttkví út af heimsfaraldri Covid-19 veirunnar. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu. Brýnt er fyrir íbúum að fylgja þeim ráðleggingum sem gefnar hafa verið út til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Lesa meira

Ekki kosið 18. apríl

Ríkislögreglustjóri og sóttvarnalæknir hafa mælst til þess, í ljósi samkomubanns og óvissuástands vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar, að fallið verði frá kosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi sem halda átti 18. apríl. Nýr kjördagur hefur ekki verið ákveðinn en útlit er fyrir að ekki verði kosið fyrr en í haust.

Lesa meira

Mesta úrkoma landsins í Neskaupstað

Í dag mælist mesta úrkoman í Neskaupstað yfir allt landið. Kemur þetta heim og saman við úrkomu síðustu daga en starfsfólk á snjóruðningstækjum hefur vart haft undan við að moka götur og er að heilu dagana að halda götum hreinum í Neskaupstað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.