Stefán Bogi leiðir lista Framsóknarflokks

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Eldur í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt

Eldur kviknaði í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um tíu mínútur yfir fjögur í nótt. Greiðlega tókst að slökkva eldinn þrátt fyrir erfiða aðkomu. Minniháttar skemmdir urðu á húsi rafstöðvarinnar.

Lesa meira

Árshátíðum Fjarðaáls frestað

Ákveðið hefur verið að fresta árshátíðum Alcoa Fjarðaáls sem halda átti í marsmánuði vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19. Fyrri hátíðin átti að fara fram um næstu helgi.

Lesa meira

Varúðarráðstafanir við heimsóknir á hjúkrunarheimili

Sóttvarnalæknir, í gegnum rekstraraðila hjúkrunarheimila um land allt, hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á heimsóknir til ættingja og vina sem dvelja á hjúkrunarheimilum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19.

Lesa meira

Vonbrigði að ekki sé tryggt fjármagn til að fylgja loðnugöngunni til enda

Forsvarsfólk fimm sveitarfélaga sem byggja á uppsjávarveiðum, þar á meðal Fjarðabyggðar og Vopnafjarðarhrepps, lýsa yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið gefinn út rannsóknarkvóti á loðnu. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir að rannsaka verði loðnuna, sem sé einn af mikilvægustu fiskistofnum Íslendinga.

Lesa meira

Selta orsakavaldur víðtæks rafmagnsleysis

Mikil selta sem settist á dreifikerfi raforku er talin orsök víðtækra rafmagnstruflana á Austurlandi í gær. Viðgerð lauk á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Lesa meira

Reyðfirðingar tóku völdin af fundarstjóra

Gestir á íbúafundi á Reyðarfirði í gærkvöldi um nýtingu söluandvirði Rafveitu Reyðarfjarðar risu upp gegn dagskrá fundarins og neituðu að ræða aðra kosti en því verði varið til að byggja nýtt íþróttahús.

Lesa meira

Jódís Skúladóttir leiðir lista VG

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Svona er umhorfs á Fjarðarheiði – Myndir

Vegurinn yfir Fjarðarheiði var lokaður nær samfleytt fá föstudagsmorgni til miðvikudagsmorguns. Þótt búið sé að ryðja veginn vel má enn sjá ummerki með mannhæðarháum ruðningum.

Lesa meira

Oddvitaskipti í Fljótsdalshreppi

Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Fráfarandi oddviti, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, hafði gegnt embættinu óslitið frá árinu 2002.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.