„Að sjálfsögðu er eini raunverulegi kosturinn að hækka verðin“

Forstjóri Íslandspósts telur ósanngjarnt að útgefendur héraðsfréttablaða beini spjótum sínum að fyrirtækinu fyrir ákvörðun þess að afnema sérstaka gjaldskrá um dreifingu blaða- og tímarita. Ákvörðunin hafi verið tekin algjörlega á viðskiptalegum forsendum og út frá samkeppnissjónarmiðum.

Lesa meira

Innanlandsflug niðurgreitt frá 1. september?

Stefnt er að því að niðurgreiðsla hefjist á innanlandsflugi fyrir íbúa á svæðum hefjist þann 1. september næstkomandi. Framkvæmdastjóri Austurbrúar er meðal þeirra sem sæti eiga í verkefnishópi sem ætlað er að útfæra niðurgreiðsluna.

Lesa meira

Segir fjármunum hafa verið forgangsraðað til rannsóknar á loðnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að núverandi ríkisstjórn hafi lagst á árarnar með Hafrannsóknastofnun og útgerðum loðnuveiðiskipa um leit að loðnu. Loðnubrestur annað árið í röð getur haft áhrif á framtíðarmöguleika á mikilvægum mörkum.

Lesa meira

Samið um skiptingu réttinda ef til virkjunar kemur

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að undirrita samkomulag við ríkið um skiptingu tekna af vatnsréttindum ef Geitdalsárvirkjun verður reist. Því fylgir engin ákvörðun um hvort ráðist verði í virkjun.

Lesa meira

Áhyggjur af áhrifum virkjunar Þverár á votlendi

Skipulagsstofnun telur skerðingu á votlendi neikvæðustu umhverfisáhrif fyrirhugaðar virkjunar í Þverá í Vopnafirði. Stofnunin vill að fundin verði ný leið fyrir ríflega 5 km þrýstipípu, sem leiðir vatn úr miðlunarlóni í stöðvarhús.

Lesa meira

Ekki hætt að moka þótt fjárhagsramminn sé sprunginn

Kostnaður við vetrarþjónustu á Fljótsdalshéraði fór nokkrum milljónum fram úr áætlun á síðustu metrum nýliðins árs. Bæjarstjórinn segir reynt að bregðast við eftir því sem hægt er í þeirri miklu hálkutíð sem verið hefur undanfarnar vikur.

Lesa meira

Umboðsmaður Alþingis kallar eftir gögnum um sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar um hvernig staðið var að sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar í lok síðasta árs. Á þessu stigi er beiðninni ætlað að safna upplýsingum um ráðstöfun sveitarfélaga á eignum almennt frekar en beinlínis sölunni sjálfri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.