Barnaskólinn á Eskifirði fær sex milljóna styrk

Lagfæringar á Barnaskólanum á Eskifirði er annað af þeim tveimur verkefnum sem fá hæsta styrki í ár úr Húsafriðunarsjóði. Austfirsk verkefni fá 33,7 milljónir króna úr sjóðnum að þessu sinni.

Alls fá 228 verkefni úr sjóðnum í ár samanlagt 304 milljónir.

Tvö verkefni fá mest, sex milljónir hvort. Annað þeirra er Barnaskólinn á Eskifirði, hitt hús Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði.

Unnið hefur verið að endurgerð skólahúsnæðisins undanfarin ár, en tvö ár eru síðan stofnuð voru hollvinasamtök til að halda utan um hann.

Úthlutanir til austfirskra verkefna úr Húsafriðunarsjóði 2020. Upphæðir eru í þúsundum króna.

Friðlýstar kirkjur
Áskirkja, Fellum , 1.900
Beruneskirkja, 400
Eiðakirkja, 1.600
Fáskrúðfjarðarkirkja, 800
Hofskirkja í Álftafirði, 1.200
Hofteigskirkja, Jökuldal, 1.500
Kirkjubæjarkirkja, Hróarstungu, 600
Klyppsstaðakirkja, Loðmundarfirði, 2.400
Kolfreyjustaðarkirkja, Fáskrúðsfirði, 500
Alls: 10.900

Friðlýst hús og mannvirki
Hallormsstaðaskóli, 2.500
Gamli barnaskólinn, 2.000
Randulffssjóhús , Eskifirði, 100
Alls: 4.600

Friðuð hús og mannvirki
Leiðarhöfn, Vopnafirði, 1.200
Gistihúsið Egilsstöðum, 900
Fjallshús, Hjarðarhaga, Jökuldal, 500
Laugavallakofi, Laugavalladal, Fljótsdalshéraði, 100
Miðhús og Efstahús, Hjarðarhaga, Jökuldal, 500
Angró, Seyðisfirði, 3.600
Gamla Skipasmíðastöðin, Seyðisfirði, 1.600
Gamli Skóli, Seyðisfirði, 2.000
Hafnargata 12, Seyðisfirði, 1.000
Hótel Aldan, Seyðisfirði, 2.800
Hótel Snæfell, Seyðisfirði, 1.500
Kálfatjörn, Seyðisfirði, 300
Kiddýjarhús, Seyðisfirði, 900
Pósthúsið / Rauða húsið, Seyðisfirði, 5.000
Sunnuhvoll, Seyðisfirði, 800
Vjelasmiðja Seyðisfjarðar, Seyðisfirði, 700
Bakkaeyri, Borgarfirði, 400
Lindarbakki, Borgarfirði eystri, 1.100
Barnaskólinn á Eskifirði, 6.000
Gamla Lúðvíkshúsið, Neskaupstað, 3.500
Berg, Fáskrúðsfirði, 600
Kaupvangur – íbúðarhús, Fáskrúðsfirði, 200
Sjóhús við Kaupvang, Fáskrúðsfirði, 200
Alls: 16.700

Önnur hús og mannvirki
Kjarvalshvammur, Fljótsdalshéraði, 600
Austurvegur 48, Seyðisfirði, 500
Lindarbakki, Breiðdalsvík, 400
Alls: 1.500

Frá endurbótum á Barnaskólanum á Eskifirði síðasta haust. Mynd: Hollvinasamtök Barnaskólans á Eskifirði.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.