Steypa þarf yfir olíuleka úr El Grillo áður en sjórinn hlýnar

Umhverfisráðherra hefur tryggt tæpar 40 milljónir króna þannig að hægt verði að stöðva olíuleka úr breska olíuskipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Bæjarstjóri segir hreinskipta umræðu um lekann síðasta sumar hafa verið stuðandi en nauðsynlega. Töluverð olía er enn í tönkum skipsins.

Lesa meira

Ítreka takmarkanir á notkun íþróttasvæða

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa í fjórðungnum til að virða tilmæli um takmörkun á íþróttavöllum sem í gildi eru til að hindra útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Aðeins einn eftir með virkt smit

Aðeins einn einstaklingur er enn í einangrun á Austurlandi vegna covid-19 smits. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum frá 9. apríl.

Lesa meira

Mikilvægt að ferðamenn fari í sóttkví

Aðgerðastjórn almannvarnanefndar á Austurlandi varar við því að óheftur fjöldi ferðamanna á Austurlandi gæti aukið mjög á smithættu. Þess vegna sé mikilvægt að ferðamenn fari í sóttkví líkt og þeir sem búsettir eru hérlendis gera eftir að þeir koma erlendis frá.

Lesa meira

Öllum átta batnað

Allir þeir átta Austfirðingar, sem smitast hafa af covid-19 veirunni, hafa nú náð bata. Ekkert virkt smit er því í fjórðungnum.

Lesa meira

Hvalreki á Héraðssandi

Fimmtán metra langan búrhvalstarf rak á land skammt frá ósi Fögruhlíðarár á Héraðssandi í síðustu viku. Hvalasérfræðingar eru áhyggjufullir yfir vaxandi fjölda hvalreka á norðurslóðum.

Lesa meira

Austfirskir hátíðahaldarar skoða sumarið

Forsvarsmenn Bræðslunnar stefna ótrauðir á að halda hátíðina í sumar, þótt ekki sé útséð um reglur um samkomur. Engin ákvörðun liggur enn fyrir um LungA eða Eistnaflug.

Lesa meira

Ræktun iðnaðarhamps leyfð

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra, sem heimilar innflutning og ræktun iðnaðarhamps, tekur gildi í dag. Flytja má inn plöntur svo lengi sem innihald vímuefnisins THC er ekki í nýtanlegu magni, eða undir 0,2%.

Lesa meira

„Svona ástand krefur þig um að hugsa í lausnum eða drepast“

Að færa veitingavagninn Fjallkonuna var svar aðstandenda Hótel Hildibrands í Neskaupstað við því breyttum veitingamarkaði á tímum covid-19 veirunnar. Þeir segjast treysta á viðskipti heimamanna í sumar sem virðast vera komnir á bragðið af lambakebabi.

Lesa meira

Tvær vikur frá síðasta smiti

Í dag eru sléttar tvær vikur frá því síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Af þeim átta sem alls hafa greinst á svæðinu er einn einstaklingur enn með virkt smit og því í einangrun.

Lesa meira

Jóhanna og Jóhann til Menningarstofu Fjarðabyggðar

Tveir nýir stafsmenn koma á næstunni til starfa hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar. Báðir eru úr hópi umsækjenda um starf verkefnastjóra hjá stofunni sem auglýst var í byrjun árs.

Lesa meira

Gaman að fá Norrænu aftur

Ríflega 20 farþegar voru með Norrænu þegar skipið kom til Seyðisfjarðar í morgun. Afgreiðsla skipsins gekk vel en allir farþegarnir fara í sóttkví út af covid-19 faraldrinum. Mánuður er síðan skipið kom síðast til Seyðisfjarðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.