Allar fréttir

Ekki rétt að fara í sameiningar í kjölfar neikvæðrar könnunar

Meirihluti hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps felldi á síðasta fundi tillögu minnihlutans um að óska eftir aðild að viðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi um sameiningu. Íbúakönnun sem gerð var í vor sýndi ekki vilja Vopnfirðinga til sameiningar.

Lesa meira

Metmánuður hjá Gullveri

Togarinn Gullver á Seyðisfirði hefur aldrei landað meiri afla á einum mánuði heldur en í nýafstöðnum októbermánuði. Veiðar hafa gengið vel austur af landinu.

Lesa meira

Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað

Fasteignasali segir austfirskan fasteignamarkað, einkum á Fljótsdalshéraði, hafa verið óvenju líflegan það sem af er ári. Tvær vikur eru síðan flutt var inn í síðustu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 6 í miðbæ Egilsstaða.

Lesa meira

„Hún var alltaf að“

Sýning á bútasaumsverkum Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði var haldin í Stöðvarfjarðarskóla um miðjan september. Sýningin var haldin til minningar um Önnu Maríu, sem hefði fagnað 70 ára afmæli sínu um þetta leyti, en hún lést sumarið 2016.

Lesa meira

Kemur á Airwaves til að sjá hljómsveitir eins og Austurvígstöðvarnar

David Fricke, einn af ritstjórum bandaríska tímaritsins Rolling Stone, er afar ánægður með að hafa séð austfirsku pönksveitina Austurvígstöðvarnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann segir tónleika sveitarinnar hafa minnt hann á hvers vegna hann sæki hátíðina.

Lesa meira

Norðfjarðargöng eins árs – tækifærin aldrei fleiri

Fyrir ári síðan, þann 11. nóvember 2017, voru Norðfjarðargöngin vígð og eru þau því formlega eins árs í dag. Hvað breyttist og hvað hefur í raun gerst í okkar samfélagi við þessa miklu samgöngubót?

Lesa meira

„Þeir öskra og svo syng ég nokkur lög“

Tónleikar undir merkjum Skonrokks verða haldnir í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Einn af söngvurum hópsins er Borgfirðingurinn Magni Ásgeirsson sem lýsir hópnum sem saumaklúbbi miðaldra karlmanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar