Allar fréttir

Jónas Eggert vann í bráðabana

Jón Grétar Guðgeirsson, GN og Jónas Eggert Ólafsson, GE, urðu jafnir í efsta sæti Landsbankamóts Golfklúbbs Norðfjarðar um seinustu helgi.

Lesa meira

Þjóðgarðshátíð á Klaustri

Á laugardaginn verður haldið upp á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Á mið-Austurlandi verður hátíðin á Skriðuklaustri milli klukkan 15:00 og 17:00. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar.

 

Lesa meira

30 Pistill fluttur í Hljóðnemanum

Pistill fluttur í Hljóðnemanum    júní   2002
Flytjandi   Guðrún Katrín Árnad.


Ágætu Austfirðingar mig langar til að deila með  ykkur  draumi mínum um Austurland framtíðarinnar.

 Ég sé fyrir mér ósköp venjulega fjölskyldu hjón með tvö börn búsetta á Seyðisfirði.  Maðurinn vinnur  í álverinu á Reyðarfirði , konan vinnur á Eskifirði, börnin eru í framhaldsskóla. Annað þeirra stundar nám  á Egilsstöðum , hitt  á Neskaupstað.
Á hverjum morgni fer  fjölskyldan til vinnu eins og aðrar fjölskyldur. Maðurinn tekur vinnubílinn frá Álverinu, stúlkan fer með skólabílnum til Egilsstaðar,konan ekur á fjölskyldubílnum til Eskifjarðar.
Venjulega tekur sonurinn skólabílinn til Neskaupstaðar , en í dag ákvað húsmóðirin að keyra hann í skólann um leið og hún færi í vinnu.

 

Lesa meira

Kvartað undan aðbúnaði

Aðstandendur konu, sem býr á dvalarheimili aldraðra á Djúpavogi, hafa kvartað undan aðbúnaði á heimilinu við heilbrigðisyfirvöld. Konan hefur tvisvar á skömmum tíma dottið fram úr rúmi sínu að næturlagi og í annað skiptið lá hún á gólfinu það sem eftir var nætur.

 

Lesa meira

Engin Bræðslukreppa

Þriðjungur miða á tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði eru seldir. Erlendir aðilar sýna tónleikunum áhuga.


Lesa meira

Skriðuklaustur styrkt

Skriðuklaustursrannsóknir fengu 2,5 milljónir úr úthlutun fornleifasjóðs fyrir árið 2008. Alls var 25 milljónum króna úthlutað til þrettán verkefna. Umsóknir voru 38 talsins. Byrjað verður að grafa í rústum klaustursins í Fljótdal í byrjun júní.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.