Skip to main content

Þjóðgarðshátíð á Klaustri

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jún 2008 19:14Uppfært 08. jan 2016 19:18

Á laugardaginn verður haldið upp á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Á mið-Austurlandi verður hátíðin á Skriðuklaustri milli klukkan 15:00 og 17:00. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar.

 

Að auki verður hátíð í Gljúfrastofu í Jökulsárgljúfrum, Skaftafellsstofu í Skaftafelli og Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar.

Rútuverð verður frá Söluskála KHB, Egilsstöðum, klukkan 14:00.

Á Skriðuklaustri opnar í Gallerí Klaustri á föstudag ljósmyndasýning Séverine Thévenet um brúðuna Litla. Brúðan og ljósmyndarinn ferðuðust um Ísland árið 2004.