Kvartað undan aðbúnaði

Aðstandendur konu, sem býr á dvalarheimili aldraðra á Djúpavogi, hafa kvartað undan aðbúnaði á heimilinu við heilbrigðisyfirvöld. Konan hefur tvisvar á skömmum tíma dottið fram úr rúmi sínu að næturlagi og í annað skiptið lá hún á gólfinu það sem eftir var nætur.

 

ImageFréttablaðið greinir frá málinu á forsíðu í dag. Þar kemur fram að hvorki sé næturvarsla né neyðarhnappur í vistarverum íbúanna, bara gefið upp símanúmer sem íbúar geti hringt í þurfi þeir aðstoð á nóttunni. Sagt er að ekki hafi verið svarað þegar konan hringdi í númerið.

Heilbrigðisstofnun Austurlands tók við rekstri dvalarheimilisins um seinustu áramót af Djúpavogshreppi. Haft er eftir Lilju Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóra, að stjórnendur dvalarheimilisins séu að skoða málin. „Það eru ekki fjárhagslegar forsendur til að hafa næturvakt á dvalarheimilinu, það er heila málið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.