Allar fréttir

17 Stjórnarfundur 28 október, 2005

SAMGÖNG
3. Stjórnarfundur 2005 – 2006.
Föstudaginn 28. október 2005 kl 18:00 í síma

Mættir:   Guðrún Katrín Árnadóttir,  
  Jörundur Ragnarsson,
  Kristinn V. Jóhannsson,       
  Sveinn Jónsson
Jónas Hallgrímsson, Sigfús Vílhjálmsson og Sveinn Sigurbjarnarson komu ekki inn á símann.
Formaður stýrði fundi og gekk til dagskrár.
1. Ráðstefna um göng
Staðfest er að Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, jarðfærðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar mæti til ráðstefnunnar  föstudagsinn 4. nóvember n.k. og fjalla um samgöngumál jarðfræðirannsóknir einkum og sér í lagi á Mið-Austurlandi.
Að öðru leiti liggur þáttöka anarra framsögumanna fyrir:
• Soffía Lárusdóttir formaður stjórnar SSA setur ráðstefnuna.
• Kristinn V. Jóhannsson formaður kynni tilurð og markmið SAMGÖNG,
• Edvard Dahl, verkefnisstjóri ELKEM við Saudafaldene í Noregi mun kynna tæknileg atriði heilborunar. 
• Heine Olsen fyrrv. yfirverkfræðingur Landsstjórnarinnar í Færeyjum mun fjalla um ”Samfélagsmál og jarðgangagerð í Færeyjum”.
• Jón Þorvaldur Heiðarsson og Valtýr Sigurbjarnarson munu koma frá RHA og kynna skýrslu þeirra um ”Samfélagsleg áhrif og arðsemi jarðgana á Austurlandi”, sem liggur nú á netinu öllum aðgengileg. 
• Ekki liggur fyrir hvort Tómas Sigurðsson forstjóri Fjarðaál geti tekið þátt og kannar Sveinn það nánar.
Ráðstefnan hefur verið auglýst í þrígang í Dagskránni og verður enn í næstu viku.  Þróunarstofa hefur sent út E-mail áminningar til fyrrtækja, sveitarstjórnarmanna og þingmanna.
Ekki hafa borist svör frá Eimskip og Samskip við ósk um aðild viðkomandi að ráðstefnunni með fjárstuðningi en fyrir liggur að Fjarðaál styrki Samgöng með kr. 150þús.
2. Önnur mál
Næsti fundur er áformaður n.k. mánudag í síma.

Fleira ekki.
Fundi slitið 18:30
Sveinn Jónsson ritaði

14 Stjórnarfundur 4 desember, 2004

Stjórnarfundur 04.12. 2004. búið

Fundargerð.

Boðaður fundur stjórnar SAMGÖNG hófst kl. 10:00 laugardaginn 4. desember 2004 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Af stjórnarmönnum voru mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson og Jörundur Ragnarsson. Þá var mættur boðinn gestur Kjartan Ólafsson  félagsfræðingur hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, sem gerði grein fyrir vinnu sem að HA er með í gangi varðandi ýmis mál tengd þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað á Austurlandi.

Helstu punktar úr máli Kjartans

1. Rædd þau atvinnutækifæri sem að eru nú í boði sem og þau sem að bjóðast í næstu framtíð.

2. Menntunarmöguleikar á Austurlandi í dag og næstu framtíð.
3. Kjartan benti á að ákvarðanir á framkvæmdatíma geti verið rangar og því dregið dilk á eftir sér í áratugi.

4. Taldi erfiðast að halda saman öllum framkvæmdum með tilliti til framtíðar, á framkvæmdatímanum.


5. Sagði það mikið atriði að þeir sem að væru í forsvari á svæðinu næðu að tala saman. Bæði væri um að ræða aðila úr atvinnulífi sem sveitarstjórnum. (sameinuð stöndum vér innl. ritara) Hvernig samfélag viljum við hafa á Austurlandi í framtíðinni?

6. Ræddi um samgöngur og hvað þær skiptu miklu máli fyrir atvinnulífið.


7. Gerði grein fyrir könnun á fjarlægð starfsmanna frá vinnustað og nauðsyn þess að auðveld leið lægi á milli. Alvarlegt ef erfitt er að komast á milli heimilis og vinnu.

8. Sá sem gerir ekki neitt- gerir enga vitleysu.


9.  Gagnleg umræða fór fram um Austurland og framtíðina. Kjartan sagði að HA væri með það sem framtíðarverkefi að gera grein fyrir stöðunni á Austurlandi í dag svo aftur efir 4 og 8 ár.

Stjórnarmenn voru ánægðir með þessa umræðu og þökkuðu Kjartani fyrir hans tillegg til aukinnar vitundar stjórnar um nauðsyn þess að tengja byggðir á Austurlandi saman með jarðgöngum.

          
Guðrún Katrín Árnadóttir   Sveinn Sigurbjarnarson   
      
Jörundur Ragnarsson

 

11 Stjórnarfundur 29 júlí, 2004

Stjórnarfundur 29. 07. 2004


Stjórn SAMGÖNG hittist á Fosshóteli, Reyðarfirði þann 29.07.2004 kl. 17:00.
Mættir voru . Guðrún Katrín, Sveinn, Sigfús og Kristinn.


Dagskrá :

1. Staða verkefna sem eru í gangi
2. Bréf til sveitastjórna á Mið – Austurlandi
3. Kynning á heilborun
4. Önnur mál


1. Staða verkefna sem eru í gangi
Bréf sem senda átti fyrirtækjum til kynningar er ekki farið, en verður sent næstu daga. Sama er að segja um bréf  til Samgönguráðuneytisins vegna  nokkurra    óljósra atriða í svari ráðuneytisins við bréfi SSA frá 22. mars í vetur.

Þá lá ekki fyrir hvort Jörundur hafi rætt við Valgerði iðnaðar og byggðamálaráðherra um að ýta á eftir því að Byggðastofnun hefðist handa við úttekt á þeim jarðgangakostum, sem SAMGÖNG hafa beint sjónum sínum að.

2. Bréf til sveitastjórna
Stjórnin samþykkti að skrifa öllum sveitafélögum á Mið – Austurlandi í tilefni þess að í haust verður vegaáætlun endurskoðuð og hvetja þau til að þrýsta á stjórnvöld að setja aukinn kraft í jarðgangagerð og benda á að samgönguskortur í dag stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Svæðið  þarf að opna svo það geti tekið við verkefnum.


3. Kynning á heilborun
Á  fundinn mættu Einar Már Sigurðsson alþingismaður og Sigurður Gunnarsson starfsmaður við borun á Fljótsdalsheiði.
Sigurður útskýrði fyrir stjórnarmönnum getu boranna, sem Impreglio notar, en þeir eru með borkrónu sem er 7,52 m í þvermál.
Sigurður benti á að mikilvægt væri að Vegagerðin setti sér staðal um breidd vega í veggöngum. Ýmsan annan fróðleik kynnti Sigurður stjórninni um afköst        þessara bora, verð við gangagerð ofl. Er greinilegt af máli hans , að ef Íslendingar bæru gæfu til að taka upp þessa heilborunartækni í stað sprengiaðferðarinnar mundi kostnaður snarlækka og verkhraði stóraukast.Taldi Sigurður afköst eiga að vera 40 – 50 metra á sólarhring og að verð pr/km. Væri a.m.k. 30- 40% lægra en með hefðbundinni sprengiaðferð.

Rætt var um möguleika á því að stjórnin kæmist upp að Kárahnjúkum og fengi að sjá borana vinna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:30


  Kristinn V. Jóhannsson

16 Stjórnarfundur 14 febrúar, 2005

 Stjórnarfundur14.02. 2005. búið
Haldinn í fundarsal Þróunarstofu Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum

Mættir:
 Guðrún Katrín Árnadóttir
 Sigfús Vílhjálmsson
Jónas Hallgrímsson
Jörundur Ragnarsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Sveinn Jónsson
Guðrún Katrín bauð menn velkomna og gekk til dagskrár.

1. Fundur með stjórnmálamönnum
Stjórnin sammála um að stefnt skuli að fundi með þingmönnum og sveitastjórnarmönnum hér eystra eða fyrir sunnan hið fyrsta. Fyrir hönd stjórnar SAMGÖNG var  Jónasi falið að koma á fundi með þessum aðilum sem fyrst..
2. Samfélagsleg úttekt
Formanni falið að fylgja því eftir hið fyrsta, að sveitarstjórnir Seyðisfjarðar, Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs stuðli að og standi fjárhagslega ábyrgar að gerð umræddrar samfélagskönnunar á vegum Háskólans á Akureyri.
3. Samgönguráðstefna
Þróunarstofa er að undirbúa ráðstefnu um samgöngumál og jarðgöng öðru fremur með aðkomu yfirmanna samgöngumála og atvinnulífs.  Væntanlega í lok apríl.  Samgögn munu koma að undirbúningi.
4. Undirskriftasöfnun
Frekari úrvinnslu undirskriftasöfnunar er frestað að sinni.
5. Önnur mál
Jörundur og Sveinn J skipta með sér fjáröflun á Héraði eftir því sem áður hefur verið listað.  Sveinn S og Guðrún enn að vinna í sínum hluta listans.

Fleira ekki, fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið 18:10
Sveinn Jónsson ritaði

13 Stjórnarfundur 27 nóvember, 2004

Stjórnarfundur 27.11.2004.
 kl 16:50 að afloknum aðalfundi á Hótel Héraði.

               Mættir:
 Guðrún Katrín Árnadóttir
 Kristinn V. Jóhannsson
Sigfús Vilhjálmsson
Sveinn Jónsson

1.Aldursforseti setti fundinn

Aldursforseti, Kristinn, setti fund og gerði tillögu um að Guðrún yrði áfram formaður – samþ.
Guðrún tók við stjórn og gerði tillögu um Kristinn sem varaformann – samþ. og að Sveinn yrði ritari - samþ.

2. Símafundur

Samþykkt að hafa símafund stjórnar á næstunni og helst áður en fundað yrði með fulltrúa Byggðastofnunar og Alcoa í næstu viku. 

3. Ferð í Kárahnjúka

 Fyrirhugað er að stjórnin fari í Kárahnjúka til að skoða heilborun hjá Impregilo laugardaginn 11. desember n.k.  Sigurður Gunnarsson starfsmaður þeirra annast unirbúning í samráði við fulltrúa Landsvirkjunar.


Fleira ekki og fundi slitið 17:10
Sveinn Jónsson ritaði

 

15 Stjórnarfundur 20 janúar, 2005

 Stjórnarfundur 20.01. 2005. búið
Haldinn í fundarsal Þróunarstofu Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum kl 17:00

Mættir:
 Guðrún Katrín Árnadóttir
 Kristinn V. Jóhannsson
Jörundur Ragnarsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Sveinn Jónsson
Guðrún Katrín bauð menn velkomna og gekk til dagskrár.

1. Fréttatilkynning
Fyrirliggjandi drög uppfærir Sveinn og Guðrún Katrín dreifir á fjölmiðla að fenginni staðfestingu.
2. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna í Teigsbjarg 5. febrúar n.k.
Fyrir liggur listi þátttakenda:
 Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafirði,
 Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri Seyðisfirði, 
Jóhann P. Hansson bæjarfulltrúi Seyðisfirði, 
Guðmundur Bjarnson, bæjarstjóri Fjarðabyggð, 
Eiður Ragnarsson, bæjarfulltrúi Fjarðarbyggð,
Skúli Björnsson, sveitarstjórnarmaður Fljótsdalshéraði, 
Soffía Lárusdóttir, forseti sveitarstjórnar Fljótsdalshéraði og formaður stjórnar SSA,  Þorvarður Jóhannson, framkvæmdastjóri SSA,
      Einar Þorvarðarson Vegagerðinni Reyðarfirði
      Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni Reyðarfirði.

Með í ferðinni verður Sigurður Gunnarsson, sem hefur annast milligöngu hennar og Sveinn Sigurbjarnarson keyrir. 

Jörundur fær inni í Végarði eða Skriðuklaustri fyrir fund eftir að niður er komið um kl. 15:30 með kaffi.

Guðrún hefur samband við Ágúst Guðmundsson jarðfræðing um að vera með í ferðinni og hafa innlegg á fundinum.  Samþykkt að greiða ferðakostnað, ef með þarf.
Sett voru upp drög að dagskrá fyrir fundinn og skal hún send út til þátttakenda:

3. Samfélagsleg úttekt
Guðrún hefur rætt við Kjartan Ólafsson un möguleika þess að gera úttekt á samfélagslegum áhrifum gangagerðarinnar.  Kostnaður er áætlaður 2 milljónir og taki 2 mánuði.  Ákveðið að ræða við sveitarstjórnarmennina um aðild að þessu.  Talið að mögulegt sé að fjármagna af sama framlagi og til ”Vöktunar á Austurlandi”.
Stefnt verði að fundi með Kjartani hið fyrsta en ákvörðun frestað til næsta fundar í framhaldi af skoðunarferð sveitarstjórnarmanna.

4. Jarðfræðirannsóknir
Komið hefur fram að um 50 – 80 milljónir kunni að kosta að ljúka jarðfræðirannsóknum.

5. Önnur mál
Guðrún vísaði til fjáröflunar, sem fór af stað á s.l. hausti.  Þrír aðilar í Neskaupstað hafa greitt 50.000.- hver.  Jörundur kanni hvað Hrafnkell hafi verið búinn að gera í þessu á Egilsstöðum og síðan skipti Jörundur og Sveinn því sem eftir er með sér.  Sveinn S og Guðrún enn að vinna í sínum hluta listans.

Fleira ekki, fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið 18:10
Sveinn Jónsson ritaði

 

12b Stjórnarfundur 4 nóvember, 2004

Stjórnarfundur 04.11.2004  á  Hótel Héraði.

 Fundur hófst kl. 17:00.
Mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson, Sigfús Vilhjálmsson, Kristinn V. Jóhannsson og Hrafnkell A. Jónsson. 

Formaður Guðrún Katrín setti fund og stjórnaði honum, Hrafnkell ritaði fundargerðina.

Gengið var til dagskrár.

1. Bréf til fyrirtækja
Formaður dreifði bréfi dags. 27. ágúst 2004 sem sent var til fyrirtækja á Austurlandi.  Þar voru markmið SAMGÖNG kynnt og óskað eftir stuðningi við þau. Jafnframt dreifði formaður lista yfir þau fyrirtæki sem leitað var til.  Ákveðið var að fylgja bréfinu eftir og skiptu viðstaddir stjórnarmenn á milli sín því verkefni að hafa samband við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fengu fyrrgreint bréf.

2. Bréf til Háskóla
Formaður kynnti síðan bréf undirritað af formanni og varaformanni, sem sent var háskólastúdentum, þar voru markmið samtakanna kynnt og bent á að margt varðandi jarðgangagerð og áhrif þeirra á margvíslega þætti byggðaþróunar gætu verið áhugaverð rannsóknarverkefni sem lokaverkefni í háskólanámi.

3. Stofnun félags um jarðgöng.
Formaður ræddi um hugmyndir sínar um að á Austurlandi yrði stofnað félag um jarðgangagerð svipað og Spölur hf. sem stóð að gerð Hvalfjarðarganga og þegar hefur verið gert varðandi gangagerð undir Vaðlaheiði og til Vestmannaeyja.  Stjórnarmenn töldu ekki tímabært að stofna slíkt félag, hins vegar kom fram að nauðsynlegt væri að fá burðuga bakhjarla á Austurlandi líkt og gert hefur verið annars staðar.  Til að undirbyggja frekar rök fyrir aðgerðum í jarðgangamálum þótti vænlegt að leita liðs hjá Þróunarstofu Austurlands.

4. Tillaga
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða

“Fundur í stjórn SAMGÖNG haldinn á Hótel Héraði 4. nóvember 2004, beinir því til Þróunarstofu Austurlands að standa fyrir ráðstefnu um samgöngur á Austurlandi, með áherslur á jarðgangagerð.  Þar verði leitað svara við spurningunni, hvernig gerum við Austurland að einu atvinnu-og þjónustusvæði?.”

4. Aðalfundur SAMGÖNG
Samþykkt var að stefna að aðalfundi í SAMGÖNG laugardaginn 27. nóvember n.k. og verði fundurinn haldinn á Egilsstöðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Hrafnkell A. Jónsson, fundarritari

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar