Skip to main content

14 Stjórnarfundur 4 desember, 2004

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.15. maí 2008

Stjórnarfundur 04.12. 2004. búið

Fundargerð.

Boðaður fundur stjórnar SAMGÖNG hófst kl. 10:00 laugardaginn 4. desember 2004 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Af stjórnarmönnum voru mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson og Jörundur Ragnarsson. Þá var mættur boðinn gestur Kjartan Ólafsson  félagsfræðingur hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, sem gerði grein fyrir vinnu sem að HA er með í gangi varðandi ýmis mál tengd þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað á Austurlandi.

Helstu punktar úr máli Kjartans

1. Rædd þau atvinnutækifæri sem að eru nú í boði sem og þau sem að bjóðast í næstu framtíð.

2. Menntunarmöguleikar á Austurlandi í dag og næstu framtíð.
3. Kjartan benti á að ákvarðanir á framkvæmdatíma geti verið rangar og því dregið dilk á eftir sér í áratugi.

4. Taldi erfiðast að halda saman öllum framkvæmdum með tilliti til framtíðar, á framkvæmdatímanum.


5. Sagði það mikið atriði að þeir sem að væru í forsvari á svæðinu næðu að tala saman. Bæði væri um að ræða aðila úr atvinnulífi sem sveitarstjórnum. (sameinuð stöndum vér innl. ritara) Hvernig samfélag viljum við hafa á Austurlandi í framtíðinni?

6. Ræddi um samgöngur og hvað þær skiptu miklu máli fyrir atvinnulífið.


7. Gerði grein fyrir könnun á fjarlægð starfsmanna frá vinnustað og nauðsyn þess að auðveld leið lægi á milli. Alvarlegt ef erfitt er að komast á milli heimilis og vinnu.

8. Sá sem gerir ekki neitt- gerir enga vitleysu.


9.  Gagnleg umræða fór fram um Austurland og framtíðina. Kjartan sagði að HA væri með það sem framtíðarverkefi að gera grein fyrir stöðunni á Austurlandi í dag svo aftur efir 4 og 8 ár.

Stjórnarmenn voru ánægðir með þessa umræðu og þökkuðu Kjartani fyrir hans tillegg til aukinnar vitundar stjórnar um nauðsyn þess að tengja byggðir á Austurlandi saman með jarðgöngum.

          
Guðrún Katrín Árnadóttir   Sveinn Sigurbjarnarson   
      
Jörundur Ragnarsson

 

Stjórnarfundur 04.12. 2004. búið

Fundargerð.

Boðaður fundur stjórnar SAMGÖNG hófst kl. 10:00 laugardaginn 4. desember 2004 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Af stjórnarmönnum voru mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson og Jörundur Ragnarsson. Þá var mættur boðinn gestur Kjartan Ólafsson  félagsfræðingur hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, sem gerði grein fyrir vinnu sem að HA er með í gangi varðandi ýmis mál tengd þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað á Austurlandi.

Helstu punktar úr máli Kjartans

1. Rædd þau atvinnutækifæri sem að eru nú í boði sem og þau sem að bjóðast í næstu framtíð.

2. Menntunarmöguleikar á Austurlandi í dag og næstu framtíð.
3. Kjartan benti á að ákvarðanir á framkvæmdatíma geti verið rangar og því dregið dilk á eftir sér í áratugi.

4. Taldi erfiðast að halda saman öllum framkvæmdum með tilliti til framtíðar, á framkvæmdatímanum.


5. Sagði það mikið atriði að þeir sem að væru í forsvari á svæðinu næðu að tala saman. Bæði væri um að ræða aðila úr atvinnulífi sem sveitarstjórnum. (sameinuð stöndum vér innl. ritara) Hvernig samfélag viljum við hafa á Austurlandi í framtíðinni?

6. Ræddi um samgöngur og hvað þær skiptu miklu máli fyrir atvinnulífið.


7. Gerði grein fyrir könnun á fjarlægð starfsmanna frá vinnustað og nauðsyn þess að auðveld leið lægi á milli. Alvarlegt ef erfitt er að komast á milli heimilis og vinnu.

8. Sá sem gerir ekki neitt- gerir enga vitleysu.


9.  Gagnleg umræða fór fram um Austurland og framtíðina. Kjartan sagði að HA væri með það sem framtíðarverkefi að gera grein fyrir stöðunni á Austurlandi í dag svo aftur efir 4 og 8 ár.

Stjórnarmenn voru ánægðir með þessa umræðu og þökkuðu Kjartani fyrir hans tillegg til aukinnar vitundar stjórnar um nauðsyn þess að tengja byggðir á Austurlandi saman með jarðgöngum.

          
Guðrún Katrín Árnadóttir   Sveinn Sigurbjarnarson   
      
Jörundur Ragnarsson