12b Stjórnarfundur 4 nóvember, 2004

Stjórnarfundur 04.11.2004  á  Hótel Héraði.

 Fundur hófst kl. 17:00.
Mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson, Sigfús Vilhjálmsson, Kristinn V. Jóhannsson og Hrafnkell A. Jónsson. 

Formaður Guðrún Katrín setti fund og stjórnaði honum, Hrafnkell ritaði fundargerðina.

Gengið var til dagskrár.

1. Bréf til fyrirtækja
Formaður dreifði bréfi dags. 27. ágúst 2004 sem sent var til fyrirtækja á Austurlandi.  Þar voru markmið SAMGÖNG kynnt og óskað eftir stuðningi við þau. Jafnframt dreifði formaður lista yfir þau fyrirtæki sem leitað var til.  Ákveðið var að fylgja bréfinu eftir og skiptu viðstaddir stjórnarmenn á milli sín því verkefni að hafa samband við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fengu fyrrgreint bréf.

2. Bréf til Háskóla
Formaður kynnti síðan bréf undirritað af formanni og varaformanni, sem sent var háskólastúdentum, þar voru markmið samtakanna kynnt og bent á að margt varðandi jarðgangagerð og áhrif þeirra á margvíslega þætti byggðaþróunar gætu verið áhugaverð rannsóknarverkefni sem lokaverkefni í háskólanámi.

3. Stofnun félags um jarðgöng.
Formaður ræddi um hugmyndir sínar um að á Austurlandi yrði stofnað félag um jarðgangagerð svipað og Spölur hf. sem stóð að gerð Hvalfjarðarganga og þegar hefur verið gert varðandi gangagerð undir Vaðlaheiði og til Vestmannaeyja.  Stjórnarmenn töldu ekki tímabært að stofna slíkt félag, hins vegar kom fram að nauðsynlegt væri að fá burðuga bakhjarla á Austurlandi líkt og gert hefur verið annars staðar.  Til að undirbyggja frekar rök fyrir aðgerðum í jarðgangamálum þótti vænlegt að leita liðs hjá Þróunarstofu Austurlands.

4. Tillaga
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða

“Fundur í stjórn SAMGÖNG haldinn á Hótel Héraði 4. nóvember 2004, beinir því til Þróunarstofu Austurlands að standa fyrir ráðstefnu um samgöngur á Austurlandi, með áherslur á jarðgangagerð.  Þar verði leitað svara við spurningunni, hvernig gerum við Austurland að einu atvinnu-og þjónustusvæði?.”

4. Aðalfundur SAMGÖNG
Samþykkt var að stefna að aðalfundi í SAMGÖNG laugardaginn 27. nóvember n.k. og verði fundurinn haldinn á Egilsstöðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Hrafnkell A. Jónsson, fundarritari

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.