Varla búinn að jafna mig eftir sauðburðinn

Eiríkur Kjerúlf, bóndi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, hefur bundið fyrstu rúllurnar á þessu sumri. Hann segir gæsina hafa farið illa með tún.

 


Image „Ég er úti á túni að rúlla núna,“ sagði Eiríkur þegar Austurglugginn náði tali af honum seinni partinn í dag. „Maður er varla búinn að jafna sig eftir sauðburðinn þegar maður er farinn í þetta.“

Eiríkur sló á fimmtudag. Hann segist ekki hafa ætlað sér að slá svona snemma en ágangur gæsar hafi breytt áætlunum hans. „Hún er mikil plága. Hún hefur gengið í túnið í vor. Ég sá að það þýddi ekkert annað fyrir mig en að bera aftur á túnið og reyna að fá há. Þetta er gamalt tún, inni á Mýri, sem ég ætlaði að friða. En það er háliðagras í því og punturinn veður upp. Ég ætlaði að fá þokkalegt hey en gæsin hefur stórskemmt það fyrir mér.“

Hann vill að bændur fái leyfi til að velja tún sín fyrir ágangi gæsarinnar. „Menn þyrftu að fá eitthvað að fækka henni þar sem hún veldur mönnum svona usla.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.