Skinney SF 20 komin heim

Nýtt skip Skinneyjar Þinganess, Skinney SF 20, kom til heimahafnar á Höfn í Hornafirði um hádegisbil. Þegar skipið hefur verið tollafgreitt er öllum boðið að koma um borð að skoða skipið og þyggja léttar veitingar. Reiknað er með að tollskoðun ljúki fljótlega.

skinney.jpg

Lesa meira

Nú er lag fyrir ungar hljómsveitir

Þorskastríðið 2009 er hafið á vegum Cod Music. Í fyrra sendu yfir 100 hljómsveitir inn efni sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda. Í ár er vonast til að þátttaka verði enn betri en í fyrra. Keppnin fer öll fram á netinu og virkar þannig að hljómsveit fer inn á www.cod.is og sendir inn 2-4 lög sem dómnefnd fer svo yfir. Opið verður fyrir innsendingar á efni til 1.maí og úrslitin verða svo birt  föstudaginn 15.maí.orskastr.jpg

Lesa meira

Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, úr Djúpavogshreppi, er komin í sjö manna úrslit Idol-Stjörnuleitar.

 

Lesa meira

Aðalfundur Vísindagarðsins

Nýverið hélt Vísindagarðurinn ehf. aðalfund sinn fyrir starfsárið 2008/2009. Vísindagarðurinn ehf. er hlutafélag í eigu þriggja aðila, ríkissjóðs, Fljótsdalshéraðs og Samstarfsfélags um Vísindagarðinn, sem er félag flestra stoðstofnana og –félaga á Austurlandi.

honnun2.jpg

Lesa meira

Framkvæmdum hraðað við ofanflóðavarnir

Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra sem samþykkt var í ríkisstjórn um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 milljónum króna yrði varið í ofanflóðavarnir til viðbótar við þær tæpar 700 milljónir sem ákveðið var að veita í málaflokkinn samkvæmt fjárlögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

img_2050vefur.jpg

Lesa meira

Reyndi að kveikja í sjálfum sér

Ofurölvi maður reyndi að kveikja í sér á Reyðarfirði aðfararnótt sunnudags. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðar í bænum. Maðurinn hellti á sig bensíni og bar eld að fötum sínum. Snarræði lögreglu varð til þess að maðurinn hlaut aðeins minniháttar brunasár.

Styrkur til náms í fiskifræði og skyldum greinum

Landssamband íslenskra útvegsmanna auglýsir styrk til framhaldsnáms í fiskifræði, sjávarvistfræði, sjávarlíffræði, fiskalífeðlisfræði, haffræði, veiðarfærafræði og skyldum greinum. Styrkurinn er ætlaður þeim sem hafa lokið eða eru að ljúka háskólanámi og hyggjast stunda framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Styrkupphæð er kr. 700.000.

gapandi_torskur.jpg

Lesa meira

Ferðafólk sýni aðgæslu

Nú um páskana leggja margir landsmenn land undir fót. Veðurspá er þokkaleg yfir  páskana en segja má að flestir landshlutar fái flestar tegundir af veðri. Búast má við að margir leggi land undir fót og er mikilvægt að allir fari með gát.  Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferð um landið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.

20090104-img_6207.jpg

 

Lesa meira

Frú LúLú lokkar

Hákon Guðröðarson hefur opnað kaffi- og menningarhús í Bakka í Neskaupstað. Húsið, sem hefur bæði sögu og sál, er þekkt sem verslunarhús síðan um aldamótin 1900 og Norðfirðingar þekkja það sem búðina hans Bjössa að Bakka. Húsið hefur nú fengið nýtt hlutverk sem Frú LúLú.

gurur_hkonarson_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.