Skip to main content

Aðalfundur Vísindagarðsins

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. apr 2009 11:21Uppfært 08. jan 2016 19:19

Nýverið hélt Vísindagarðurinn ehf. aðalfund sinn fyrir starfsárið 2008/2009. Vísindagarðurinn ehf. er hlutafélag í eigu þriggja aðila, ríkissjóðs, Fljótsdalshéraðs og Samstarfsfélags um Vísindagarðinn, sem er félag flestra stoðstofnana og –félaga á Austurlandi.

honnun2.jpg

 

Í tilkynningu segir að hlutverk Vísindagarðsins ehf. sé að reka fasteignir til að hýsa rannsókna- og þróunarstarf og almennt að starfa náið með þeim sem vinna að slíkum verkefnum með það að markmiði að auka slíkt starf á svæðinu.

 

 Á fundinum var m.a. rætt um húsnæðismál en stjórn félagsins þurfti á starfsárinu að fresta framkvæmdum við fyrirhugaða nýbyggingu, vegna þess ástands sem skapaðist í efnahagsmálum landsins.

 

Á árinu lét Guðmundur Ólafsson af formennsku í félaginu en Jónína Rós Guðmundsdóttir tók við.  Pétur Bjarnason tók við framkvæmdastjórn af Ívari Jónssyn í ársbyrjun. Stjórn var endurkjörin að öðru leyti en því að Jóhanna Gísladóttir tók við Ólöfu Nordal alþingismanna, sem fulltrúi ríkissjóðs.

 

Nú skipa eftirtaldir stjórn félagsins: Jónína Rós Guðmundsdóttir formaður, Jón Kristjánsson, Jóhanna Gísladóttir, Stefanía G. Kristinsdóttir og Gunnlaugur Guðjónsson.