Styrkur til náms í fiskifræði og skyldum greinum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. apr 2009 10:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Landssamband íslenskra útvegsmanna auglýsir styrk til framhaldsnáms í fiskifræði, sjávarvistfræði, sjávarlíffræði, fiskalífeðlisfræði, haffræði, veiðarfærafræði og skyldum greinum. Styrkurinn er ætlaður þeim sem hafa lokið eða eru að ljúka háskólanámi og hyggjast stunda framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Styrkupphæð er kr. 700.000.
Umsóknir skal merkja „Námsstyrkur“ og senda til Landssambands íslenskra útvegsmanna, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Umsóknum fylgi upplýsingar um námsferil og námsárangur og stutt greinargerð um fyrirhugað nám. Umsóknarfrestur er til 7. maí 2009.
Nánari upplýsingar veitir dr. Kristján Þórarinsson hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna í síma 591 0300.