Yfirlýsing frá Borgarahreyfingunni X-O

Borgarahreyfingin átelur harðlega að þingflokkar  Alþingis hafi gert sig seka um að svíkja í annað sinn á stuttum tíma fyrirheit um

mikilvægar umbætur á lýðræðisfyrirkomulaginu í þágu aukinna valda til fólksins í landinu.

Lesa meira

Skammar forstjóra Landsvirkjunar

Vilhjálmur Snædal, bóndi og landeigandi á Skjöldólfsstöðum, sendir Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar og fyrrum varaformanni Sjálfstæðisflokksins tóninn í opnu bréfi sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Ástæðan er aðgangsharka Landsvirkjunar gagnvart bændum og landeigendum á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

Carmina Burana flutt á sunnudag

Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.

carmina_burana_-_wheel_of_fortune.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað vill Arnhólsstaði

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur höfðað eignardómsmál fyrir héraðsdómi Austurlands þar sem það fer fram á að því verði dæmdur eignarréttur að félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal og lóð þar í kring.

 

Lesa meira

Undursamleg íshöll í iðrum jökuls

Íshellirinn í Eyjabakkajökli er nú fagur sem fyrrum. Þetta sannreyndi Sigurður Aðalsteinsson er hann var á ferð við sporð jökulsins fyrir nokkrum dögum. ,,Íshellirinn er nú aftur í sama formi og hann var þegar hann var upp á sitt fegursta fyrir átta til tuttugu árum,“ segir Sigurður.

shll_vefur.jpg

Lesa meira

Bændur kynna landbúnaðardag – 16. apríl

Bændur hafa boðað til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 fimmtudagskvöldið 16. apríl og verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.

landbnaur.jpg

Lesa meira

Listahátíð í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur boðist að standa að tveimur verkefnum á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samvinnu við Menningarráð Austurlands.

Lesa meira

Samgöngumiðstöð mun rísa í Vatnsmýri

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, og Hanna B. Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær minnisblað um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á hún að hýsa alla samgöngustarfsemi á svæðinu, hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður þar í framtíðinni eða ekki. Framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári og samgöngumiðstöðin að vera komin í notkun eigi síðar en árið 2010. Þá var skrifað undir samkomulag um að skipa samráðsnefnd ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins.

dscn19411.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.