Ræningjar í Sláturhúsinu

Innbrot var gert í Sláturhúsið, menningarmiðstöð, á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins. Þetta mun vera í annað sinn á skömmum tíma sem innbrot er gert í Sláturhúsið, stutt er síðan þjófar höfðu þaðan verðmæti á brott.

Lesa meira

Hornfirðingur afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í næstu viku

Soffia Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun afhenda bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Helsinki þriðjudaginn 28. október n.k. Soffía Auður hefur búið á Höfn í rúm tvö ár. Auk fræðistarfa kennir hún bókmenntir við Háskóla Íslands og hefur starfað fyrir Háskólasetrið á Hornafirði.

1003937.jpg

Lesa meira

Viljayfirlýsing um fimmtíu þúsund fermetra gagnaver

Fljótsdalshérað undirritaði í dag viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone ehf. um byggingu á allt að fimmtíu þúsund fermetra gagnaveri í sveitarfélaginu. Greenstone hefur jafnframt ritað undir viljayfirlýsingu við Landsvirkjun varðandi útvegun á að minnsta kosti 50 MW af orku. Gagnaverið gæti skapað um 20 bein störf og annað eins af óbeinum störfum.

 

Lesa meira

Olweusarkynning fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum

Í kvöld efnir Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum til fundar með öllum þeim aðilum sem koma að frístundastarfi ungmenna á Egilsstöðum. Þar á meðal eru íþróttaþjálfarar, kennarar og leiðbeinendur í ýmsu félagsstarfi. 
sklastarf.jpg

Lesa meira

Tvö innbrot á Reyðarfirði

Image Í nótt var brotist inn á tveimur stöðum á Reyðarfirði. Í söluskála Shell var einhverju stolið en því meira skemmt, svo sem sjóð- og lottóvélar, myndavélakerfi og rúður voru brotnar. Þá var brotist inn á Fosshótel skammt frá og sjóðvél eyðilögð. Hugsanlegt er talið að sömu aðilar hafi verið á ferð í báðum tilfellum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Byggingaframkvæmdum frestað

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla á Eyrinni í Neskaupstað og 3. áfanga Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Ástæðuna má rekja til skorts á lánsfé og segja bæjaryfirvöld ekki annan kost í stöðunni.

Lesa meira

Nýr kafli Hringvegur upp úr Jökuldal opnaður

Nýr vegur upp úr Jökuldal var opnaður í gærkvöld. Veglínan er um Skjöldólfsstaðahnjúk og leysir af hólmi veg sem var nokkru innar og tekur af erfiðar beygjur. Þó vegurinn hafi verið opnaður er framkvæmdum þó ekki að fullu lokið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á ferðum sínum um svæðið. Bráðabirgðavegtenging er af Efri Jökuldal yfir á hinn nýja veg og verður svo um sinn.

Lesa meira

Fljótsdalshreppur býr sig undir tap vegna eigna í sjóðum


Í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að meðal þeirra aðila sem geymt hafa fjármuni í svokölluðum peningasjóðum séu minni og meðalstór sveitarfélög. Þau gætu þurft að afskrifa hluta þeirra fjármuna sem lagðir hafa verið í sjóðina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.