Alcoa Fjarðaál býður konum í kvennakaffi

img_4859.jpg

Eins og undanfarin ár býður Alcoa Fjarðaál konum til kaffisamsætis í álverinu í tilefni kvennadagsins sem er á morgun, 19. júní. Samkoman hefst í mötuneytinu kl. 17. Starfsmenn flytja ávarp og skemmta gestum með tónlist auk þess sem Tryggvi Hallgrímsson kynnir starfsemi Jafnréttisstofu og lög um jafnrétti. Að lokum verður boðið upp á skoðunarferð um álverið. Fjarðaál hvetur konur á Austurlandi til að fjölmenna í kvennakaffið. 

 

Útskriftarnemar frá Hvanneyri heimsóttu Austurland

hvanneyringar_hringferd_0002_web.jpg

Útskriftarnemdar úr búvísindum og hestafræði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri eyddu tveimur dögum á Austurlandi í útskriftarferð sinni hringinn í kringum landið fyrir skemmstu. Hópurinn heimsótti nokkra austfirska sveitabæi og skoðaði vinnubrögðin þar.

 

Lesa meira

Framúrskarandi dansnemi frá Egilsstöðum

ester_sif_bjornsdottir.jpg
Ester Sif Björnsdóttir hefur hlotið inngöngu á listdansbraut Danslistarskóla JSB eftir erftt inntökupróf sem fór fram í Reykjavík. Þar dansaði Ester fyrir framan dómnefnd og kepptu þar tæplega 50 dansarar um helmingi færri pláss. Að inntökuprófum loknum var 30 efnilegum dönsurum boðið í viðtal og að lokum var aðeins 25 boðið pláss.

Lesa meira

Dorrit bar stólana

dorrit_stoll_web.jpg

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, vakti mikla athygli í upphafi framboðsfundar forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á Egilsstöðum í kvöld þegar hún tók sig til og hjálpaði til við að raða stólum í salinn til að sem flestir gætu sest.

 

Lesa meira

Fágætir fornbílar á Egilsstöðum: Myndir

fornbilar_egs.jpg

Sextán verðmætir fornbílar voru meðal þess sem Norræna kom með að landi á Seyðisfirði í gærmorgun. Bílarnir standa nú á bílastæði Hótel Héraðs þar sem gestir og gangandi geta virt þá fyrri sér. Bílarnir eru flestir í eigu milljónamæringa sem taka þátt í hinu alþjóðlega L’Impérial Rally sem haldið er á Íslandi að þessu sinni.

 

Lesa meira

Vegareiði 2012: Naglbítarnir koma í heimsókn

braedslan_2011_0146_web.jpg
Rokkhátíðin Vegareiði verður haldin í sjötta sinn í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum. Tilgangur hátíðarinnar er bæði að gefa austfirskum hljómveitum tækifæri í bland við reyndari bönd. 200.000 naglbítar og VAX eru í hópi reynsluboltanna að þessu sinni.

Lesa meira

Íbúar tóku til hendinni á samfélagsdegi: Myndir

samfelagsdagur.jpg
Íbúar á Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð með aðstoð félagasamtaka og fyrirtækja tóku til hendinni á samfélagsdegi sem haldinn var á laugardaginn. Víða var hreinsað til og byggðarkjarnar snyrtir. Sólin skein á þátttakendur og hitinn nálgaðist 20 stig. Ljósmyndari Agl.is ferðaðist um á Egilsstöðum og leit við á sérstökum Hattardegi á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.