Vegareiði 2012: Naglbítarnir koma í heimsókn

braedslan_2011_0146_web.jpg
Rokkhátíðin Vegareiði verður haldin í sjötta sinn í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum. Tilgangur hátíðarinnar er bæði að gefa austfirskum hljómveitum tækifæri í bland við reyndari bönd. 200.000 naglbítar og VAX eru í hópi reynsluboltanna að þessu sinni.

„Aðaltilgangur vegaREIÐI er að bjóða upp á góða rokk-tónleika á Héraði og gefa ungu fólki kost á því að taka þátt og njóta og ekki síst gefa tónlistarfólki á Austurlandi tækifæri á að koma og reyna sig í alvöru hvað varðar aðbúnað,“ segir í tilkynningu tónleikahaldara.

„Tónleikarnir Vegareiði/ Roadrage hafa verið undir væng vegaHÚSSINS sem er ungmennahús staðsett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar hafa komið fram þær sveitir sem eru starfandi á svæðinu og stundum stærri nöfn.“

Húsið opnar klukkan 20:00 og fram koma:

VAX (EGS )
200.000 Naglbítar (AK )
Gunslinger (EGS )
B.J. and the army (EGS )
2nd white sunday (EGS )
The Cocksuckerband (EGS )
Hljómsveitin Brönd (EGS )
Þátttakendur í tónlistarbúðum JEA og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands

Frítt inn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar